Bönnuð fyrir að sýna Guð

Ridley Scott.
Ridley Scott.

Yfirvöld í Marokkó bönnuðu nýjustu kvikmynd breska leikstjórans Ridleys Scott „Exodus: Gods and Kings“ á þeim forsendum að Guð væri sýndur í henni. Þetta er haft eftir dreifingaraðila kvikmyndarinnar í frétt AFP.

Eins og mbl.is hefur fjallað um fengu eigendur kvikmyndahúsa nýverið munnleg fyrirmæli um að sýna kvikmyndina ekki. Áður hafði kvikmyndaeftirlit Marokkós gefið grænt ljós á sýningu hennar. Fram kemur í frétt AFP að mjög sjaldgæft sé að sýning kvikmynda sé bönnuð í landinu.

Þá segir ennfremur að yfirvöld í Egyptalandi hafi einnig bannað sýningu kvikmyndarinnar á þeim forsendum að hún sé ekki nógu sögulega nákvæm. Kvikmyndin fjallar um Móse sem leiddi gyðinga frá Egyptalandi áleiðis til fyrirheitna landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson