„Alheimsballettinn líður áfram“

Lenoard Nimoy og Joseph Quimby.
Lenoard Nimoy og Joseph Quimby. Skjáskot

Í kjölfar andláts bandaríska leikarans Leonard Nimoy hafa aðdáendur hans keppst við að minnast hans á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Nimoy var til dæmis áhugafólki um Simpsons-fjölskylduna að góðu kunnur en hann birtist nokkrum sinnum í þáttunum The Simpsons.

Eitt stærsta hlutverk Nimoys í The Simpsons var í þætti sem skrifaður var af Conan O'Brian og fjallaði um það þegar íbúar Springfield ákváðu að tími væri kominn til fyrir bæinn að eignast sína eigin einteina járnbraut (e. monorail). Enda höfðu Brockway, Ogdenville, og North Haverbrook þegar fjárfest í slíkri járnbraut.

Lenoard Nimoy var fengin til að ferðast með járnbrautinni í sinni fyrstu ferð og bjargar meðal annars trúðnum Krusty þegar hann ætlar að stökkva frá borði. „Heimurinn þarfnast hláturs,“ sagði Nimoy og síðar þegar sólmyrkvi átti sér stað: „Sólmyrkvi, alheimsballettinn líður áfram.“ 

Önnur clippa úr Marge vs Monorail

Þá kom Nimoy einnig fram í öðrum þætti sem innblásinn var af sjónvarpsþáttaröðinni X-files. Í upphafi þáttarins sagði hann söguna ósanna. „En eru skemmtilegar lygar ekki hinn raunverulegi sannleikur. Svarið er nei.“ 

Frétt mbl.is: Mr. Spock tekur yfir Twitter

Frétt mbl.is: Leonard Nimoy er látinn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson