Vissi strax að perlurnar voru ekki ekta

Piers Morgan hitti Lupita Nyong‘o eftir Óskarinn og sá að …
Piers Morgan hitti Lupita Nyong‘o eftir Óskarinn og sá að kjóllinn hennar var ekki eins verðmætur og stílisti hennar hafði haldið fram. AFP

Perlukjóllinn sem leikkonan Lupita Nyong'o klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni vakti mikla athygli þegar sá orðrómur komst á kreik að perlurnar sem þöktu hann væru ekta og verðmæti kjólsins væri um 20 milljónir króna. Þegar kjólnum var svo stolið af hótelherbergi leikkonunnar var fólki brugðið. Stuttu seinna kom í ljós að kjóllinn var alls ekki eins verðmætur og upphaflega var haldið fram og kom hann þá aftur í leitirnar. Þáttastjórnandinn Piers Morgan er ljóslega ekki sá sem stal kjólnum því hann kveðst hafa vitað frá upphafi að um gerviperlur væri að ræða.

Morgan hitti Lupitu Nyong'o á verðlaunahátíðinni og sá þá að kjóllinn var ekki þakinn ekta perlum. „Ég hitti hana þetta kvöld og sá að þetta voru ekki ekta perlur, en ég vildi ekki skemma töfrana. Ekta perlur eða ekki, hún var glæsileg.

Ég er sleginn, algjörlega sleginn, yfir því að komast að því að eitthvað í Hollywood er ekki raunverulegt,“ sagði Morgan kaldhæðnislega við blaðamann TMZ. Að lokum sagði hann þá að þjófarnir væru aular að halda að þeir hefðu dottið í lukkupottinn þegar þeir stálu kjólnum fræga.

Perlukjóln­um stolið

Skilaði kjóln­um sem reynd­ist verðlít­ill

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson