4300 unglingar skemmtu sér

Frá SamFestingnum,
Frá SamFestingnum, mbl.is/Sjöfn Ólafsdóttir

Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, fer fram í Laugardalshöll í dag. Þrjátíu bestu söngatriði landsins koma fram en undankeppnir hafa farið fram í öllum landshlutum og það má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar og söngkonur landsins komi fram um helgina.

Flest laganna verða flutt af ungum hljóðfæraleikurum á sviði og mörg þeirra eru frumsamin. Keppnin hefst kl. 13 og verður send út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bravó. Úrslitin verða kunngjörð um fjögurleytið eftir að Laufey Lín sigurvegari Söngkeppni Samfés 2014 og Sigríður Eydís Gísladóttir sigurvegari Rímnaflæði 2014 hafa flutt sigurlög sín.

Söngkeppnin er hluti af SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés sem fram fer í Laugardalshöll um helgina. Rúmlega 4.300 unglingar skemmtu sér konunglega í höllinni í gærkvöldi þegar plötusnúðarnir Basic House effects og hljómsveitirnar FM Belfast og Úlfur Úlfur komu fram. Þá ætlaði þakið að rifna af höllinni þegar Friðrik Dór birtist á sviðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir