Feluleiksstjórarnir í IKEA ófundnir

Um 300 tóku þátt í feluleiknum í dag.
Um 300 tóku þátt í feluleiknum í dag. Gísli Sigurðsson

Hátt í 300 krakkar mættu til þess að taka þátt í feluleik í IKEA í dag. Þar á meðal var þó hvergi að finna feluleiksstjórana þær Ellen Rosdahl og Megan Dunley. Samkvæmt tilkynningu ætluðu þær að setja reglur, stjórna leiknum og skipta í hópa.

Þjónustustjóri IKEA bað því krakkana að skipta sér í hópa sjálf og svo földu þau sig og þeirra leitað um allt hús. Leikurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og fór mjög vel fram.

Að leik loknum verðlaunaði IKEA svo alla krakkana með nammi og ís fyrir góða framkomu.

„Við söknuðum þess þó verulega að þær Ellen og Megan skildu ekki láta sjá sig því þær höfðu mikið fyrir því að hvetja krakkana til að koma. En það má segja að þær séu eflaust meistarar í feluleik enda ófundnar enn,“ segir í tilkynningu frá IKEA.

Fyrr í vikunni kynnti blaðamaður mbl.is sér bestu felustaðina í IKEA. Það er aldrei að vita hvort að þær Ellen og Megan leynist á einhverjum þeirra.

Fyrri frétt mbl.is:

10 frábærir felustaði í IKEA

1.100 manns ætla að fela sig í IKEA

Blaðamaður mbl.is rannsakaði felustaði í IKEA fyrr í vikunni.
Blaðamaður mbl.is rannsakaði felustaði í IKEA fyrr í vikunni. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir