Haldið ykkur - Fyrsta stiklan úr Ófærð Baltasars

Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar verður sýnd á RÚV næsta vetur. Sjónvarpsþáttaröðin fjallar um störf lögreglunnar á Austfjörðun sem verða ansi flókin þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði. Bærinn lokast á sama tíma frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafíss.

Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun.

Sigurjón Kjartansson, Clive Bradley, Ólafur Egilsson og Jóhann Ævar Grímsson skrifuðu handrit Ófærðar en með aðalhlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Bjarne Henriksen.

Magnús Viðar Sigurðsson framleiðir þættina fyrir RVK Studios en meðframleiðendur eru RÚV,
ZDF og DR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav