Spiluðu fyrir kófdrukkna Rússa

Meðlimir alt j eru engar súperstjörnur og ólíklegt er að …
Meðlimir alt j eru engar súperstjörnur og ólíklegt er að margir myndu þekkja þá úti á götu. Marcus Haney

Það er ekki á hverjum degi að hágæðahljómsveitir sem eru á hátindi ferils síns heimsæki landið líkt og gerist í byrjun næsta mánaðar þegar breska sveitin alt j treður upp í Vodafone-höllinni. Síðastliðið haust gaf sveitin út plötuna This is all yours sem kom í kjölfarið á An Awsome wave sem kom út árið 2012 en sú kom sveitinni á kortið með hvelli og hlaut hún Mercury verðlaunin eftirsóttu fyrir hana, enda alger öndvegisskífa sem meðlimir sveitarinnar nostruðu við í fimm ár fyrir útgáfu.

Alt j, sem á rætur að rekja til Leeds, hefur skapað sér frumlegan hljóm og ákveðna sérstöðu í landslagi indí-tónlistar sem hefur einkennst af offramboði á undanförnum áratug þar sem gítarbönd hafa verið á undanhaldi. Sérstakur söngstíll Joe Newmans, óvenjuleg uppbygging á lögum og óreiðukenndur hljóðheimur þar sem ólík áhrif blandast hefur heillað hlustendur um allan heim og hefur útgáfa síðari plötu sveitarinnar gengið vel, var t.d. tilnefnd til Grammy-verðlauna. Í kjölfar útgáfu á This is all yours fyllti sveitin m.a. Madison Square Garden í New York nú er sveitin á stóru tónleikaferðalagi í Ástralíu þar sem Ásgeir og félagar sjá um upphitun.

Í takt við annað sem hefur verið að gerast í þessari tegund tónlistar eru meðlimir alt j tilþrifalitlar rokkstjörnur, eiginlega hálfgerðir nördar, Millistéttar-Bretar sem kynntust í listakóla og semja lög um ólíklega hluti. Lagið Taro fjallar t.a.m. um stríðsljósmyndarana og parið Robert Capa og Gerdu Taro sem kvöddu þennan heim með dramatískum hætti: hann steig á jaðrsprengju í Indó-Kína en hún varð undir skriðdreka í spænsku borgarastyrjöldinni. Í The Gospel of John Hurt er fjallað um frægt atriði úr kvikmyndinni Alien þegar frekar andstyggileg geimvera brýtur sér leið úr brjóstkassa samnefnds leikara með tilheyrandi óþægindum.

 ∆

Fyrir þá sem ekki hafa prufað að slá inn alt j á lyklaborðið verður niðurstaðan ∆ en þríhyrningar hafa verið þeim félögum nokkuð hugleiknir og nú er sveitin orðin að tríói þó þeir séu fleiri á sviðinu þegar sveitin kemur fram á tónleikum. Áður en This is all yours kom út sagði Gwil Sainsbury skilið við sveitina þar sem flökkulífið átti ekki við hann. Þá er líf og ferill Tom Green, trymbils sveitarinnar, í mikilli óvissu þar sem hann er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hann hefur tapað stórum hluta heyrnar sinnar og þurfti að fara í nýrnaígræðslu.

Meðlimir sveitarinnar eru ekki þekkt andlit og hafa náð að selja vel á aðra milljón platna án þess að reiða sig á frægðina, svipað og landar þeirra í sveitunum Radiohead og Pink Floyd tókst að gera.

Tónleikarnir í Vodafone-höllinni verða þó ekki þeir fyrstu sem sveitin hefur haldið hér á landi því, ef sagan er sönn sem þeir sögðu í viðtali við Guardian fyrir ári síðan, kom sveitin fram í einkapartýi hjá rússneskum fjarskiptarisa sem haldið var hér á landi fyrir einhverjum árum síðan. Sagan sem er nokkuð safarík segir að gestir hafi verið íklæddir víkingabúningum, rækilega ölvaðir og nokkuð ágengir. 

Breezeblocks er líklega stærsti smellur alt j til þessa.

Gus Unger-Hamilton, Thom Green og Joe Newman skipa sveitina.
Gus Unger-Hamilton, Thom Green og Joe Newman skipa sveitina. Marcus Haney
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir