Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Flugdrekaferð um Grænlandsjökul

12.6. Fimm reyndir fjallamenn ferðuðust um 1300 km leið um Grænlandsjökul á dögunum. Stóran hluta leiðarinnar létu þeir flugdreka draga sig á jöklinum en leiðin hefur ekki verið farin áður. Leifur Örn Svavarsson einn leiðangursmanna segir það vera mikla upplifun að sigla um jökulinn með þessum hætti. Meira »

Fótstigin jeppamennska yfir jökul

10.5. Félagarnir Guðbjörn Margeirsson og Eiríkur Finnur Sigursteinsson hjóluðu yfir Vatnajökul í vikunni á svokölluðum „fatbikes“, eða breiðhjólum, sem eru með stærri og breiðari dekkjum en venjuleg hjól. Alls tók ferðin þrjá daga en þeir lentu í mestu vandræðunum þegar komið var niður af jöklinum. Meira »

Engin skömm við nauðungarvistunina

8.5. „Ég komst yfir skömmina með nauðungarvistunina og geðdeildina eftir þriðju maníuna,“ segir Kristinn Rúnar Kristinsson sem vill sjá nauðungarvistunum fækkað. Of algengt sé að úrræðinu sé beitt í heilbrigðiskerfinu. Hann segir það hafa verið stórt og mikilvægt skref að komast yfir skömmina. Meira »

Bjuggust við töfrum

1.5. Tónleikagestir sem mættu á tónleika Sigur Rósar í Disney Hall í Los Angeles um páskana gerðu miklar væntingar. mbl.is var á staðnum og ræddi við nokkra þeirra áður en sveitin steig á svið ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles-borgar. Meira »

Coachella-hátíðin tekin út

29.4. Coachella-tónlistarhátíðin sem haldin er í samnefndum eyðimerkurdal í Kaliforníu skammt frá Palm Springs hefur öðlast sérstakan sess í tónlistarheiminum á undanförnum áratug. Blaðamaður mbl.is fór á hátíðina á dögunum sem þykir leiðandi og gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Meira »

„Nauðganafaraldur“ - 58 fleiri mál

30.3. 58 fleiri nauðgunarmál komu inn á borð til Stígamóta á árinu 2016 en 2015. Mikil aukning er á tilkynntum hópnauðgunum og lyfjanauðgunum. „Það er nærtækt að álykta að nauðgunarfaraldur hafi átt sér stað,“ segir talskona Stígamóta. Þá hafi átak samtakanna gert fólki auðveldara að stíga fram. Meira »

Versti ótti afans skók tilveruna

25.3. „Ég man eftir einum afa sem ég veitti meðferð einu sinni sem elskaði barnabörnin sín en fékk hræðilegar hugsanir upp í hugann um að leita á barnabörnin sín kynferðislega.“ Þetta er eitt dæmi um áleitnar hugsanir sem geta haft alvarlegar afleiðingar að sögn prófessors í sálfræði sem rannsakar efnið. Meira »

„Upplifi mig aldrei einangraðan“

19.3. „Ég upplifi mig aldrei einangraðan. Ef það er vont veður þá kemst ég ekki neitt en það pirrar mig ekki neitt,“ segir Salvar Baldursson, bóndi í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þangað er um 40 mínútna sigling frá Ísafirði og margir ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarið. Meira »

„Maður gerist ekki minni“

30.5. „Maður gerist ekki minni en akkúrat í þessu umhverfi,“segir Vilborg Arna Gissurardóttir um að standa á toppi hæsta fjalls í heimi en hún kleif Everest-fjall á dögunum, fyrst íslenskra kvenna. Hún settist niður með mbl.is og sagði frá því hvernig það er að standa á toppi veraldar. Meira »

„Íslenska geðveikin“ útskýrð

10.5. Hvað felst í þessari „íslensku geðveiki“ sem stundum er vísað í þegar eitthvað af íslensku íþróttalandsliðunum nær góðum árangri? Þetta er ein af spurningunum sem félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson lagði upp með að svara í nýlegri rannsókn sem hann gerði á velgengni íslenskra íþróttalandsliða. Meira »

„Ástandið er svart“

5.5. „Ástandið er svart,“ segir María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna '78 um atburði síðustu vikna í Tsjetsjeníu þar sem gróf mannréttindabrot gegn hommum hafa verið tilkynnt. Í dag boða samtökin til mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið vegna atburðanna. Meira »

Með Sigur Rós í Disney Hall í LA

30.4. Sigur Rós lék ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles á þrennum tónleikum í Disney Hall í Los Angeles fyrr í mánuðinum. mbl.is fylgdist með undirbúningi fyrstu tónleikanna 13. apríl og ræddi við strákana áður en þeir stigu á svið. Meira »

Víðgelmir heillar að nýju

4.4. Það er mögnuð upplifun að ganga um sali Víðgelmis, stærsta hellis á Íslandi. Fyrir ári var hann opnaður að nýju fyrir gestum og nú er búið að smíða gólf í hellinum sem verndar hann fyrir skemmdum vegna umgengni fólks. mbl.is slóst í för með hellaskoðunarfyrirtækinu The Cave niður í hellinn. Meira »

Fáir valkostir eftir áratugastörf

28.3. „Kannski að maður setjist á skólabekk eða kannski ég verði heimavinnandi amma,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, starfsmaður HB Granda á Akranesi, vegna stöðunnar sem komin er upp þar. „Vonandi get ég fengið einhverja vinnu,“ segir Jóhann Þór Sigurðsson en þau hafa unnið í 22 og 39 ár í fiskvinnslunni. Meira »

Hefði ekki viljað vita af heilkenninu

21.3. „Hvernig þjóðfélag viljum við hafa, viljum við hafa alla eins?“ spyr Guðrún Sigmarsdóttir móðir Gyðu Lárusdóttur sem er með Downs-heilkennið. Sorglegt sé að langflestum fóstrum sem greinist með heilkennið hérlendis sé eytt. Sjálf er hún fegin því að hafa ekki vitað að hún gengi með barn með Downs. Meira »

Marshall-húsið opnað

18.3. Í dag verður Marshall-húsið opnað formlega en þar verður sýningaraðstaða Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Ólafs Elíassonar ásamt því að veitingastaður og vinnustofur verða þar. mbl.is kom við í húsinu í gær þegar verið var að leggja lokahönd á frágang hússins og fyrstu sýninganna. Meira »