Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

„Ætla að skíta á stöðina hjá þér“

27.9. „Ég ætla að skíta á stöðina hjá þér, þú getur treyst á það,“ sagði ökumaður grunaður um fíkniefnaakstur við lögreglukonuna Arnþrúði Maríu Felixdóttur eftir að hún tilkynnti honum að hann þyrfti koma á lögreglustöðina í þvagprufu. mbl.is kíkti með tveimur lögreglukonum á vaktina í síðustu viku. Meira »

22 tímar í biðröð eftir H&M

25.8. „Það verður alla vega stuð hjá mér,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir sem er fyrst í biðröðinni eftir því að komast inn í H&M-verslunina sem opnar í Smáralind á morgun. Hún hefur ekki áhyggjur af næstu klukkustundum þar sem tryggt sé að hún komist á salernið og að matarsendingar séu á leiðinni. Meira »

Enn þá að skamma fyrir nektarmyndir

29.7. „Við erum enn þá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

21.7. Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

„Andvaraleysi af okkar hálfu“

12.7. „Ég skil þessa reiði svo vel og [þetta var] í rauninni andvaraleysi af okkar hálfu að hafa ekki látið vita,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna ohf., um upplýsingagjöf vegna skólps sem lak í sjóinn. Ábyrgð liggi hjá sér en hún segist ekki hafa íhugað stöðu sína vegna málsins. Meira »

Sárin í mosanum grædd

26.6. Fyrir stuttu voru unnin skemmdarverk í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli. Í dag var vinnuhópur á vegum Orku Náttúrunnar að græða sárin með því að planta mosa í þau. Aðferðin er einföld og segir landgræðslustjóri ON að allir geti grætt sár í mosa í sínu nærumhverfi. Meira »

„Maður gerist ekki minni“

30.5. „Maður gerist ekki minni en akkúrat í þessu umhverfi,“segir Vilborg Arna Gissurardóttir um að standa á toppi hæsta fjalls í heimi en hún kleif Everest-fjall á dögunum, fyrst íslenskra kvenna. Hún settist niður með mbl.is og sagði frá því hvernig það er að standa á toppi veraldar. Meira »

„Íslenska geðveikin“ útskýrð

10.5. Hvað felst í þessari „íslensku geðveiki“ sem stundum er vísað í þegar eitthvað af íslensku íþróttalandsliðunum nær góðum árangri? Þetta er ein af spurningunum sem félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson lagði upp með að svara í nýlegri rannsókn sem hann gerði á velgengni íslenskra íþróttalandsliða. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfsskaða

24.9. Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Dýrasta bílastæði í heimi?

25.8. „Þessi upphæð fyrir bílastæði í 15 mínútna stoppi er allt of há. Ég myndi segja að þetta væri eitt dýrasta bílastæði heims,“ segir Englendingurinn Katie, sem er á ferðalagi um Ísland með fjölskyldu sína, um gjaldið sem tekið er af gestum á bílastæðinu við Seljalandsfoss þar sem kostar 700 kr. að leggja. Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

23.7. Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Mengun drepur fiska í Varmá

17.7. Mengun sem gýs upp annað slagið í Varmá á Mosfellsbæ er farin að drepa fiska í ánni. Íbúar hafa ítrekað kvartað yfir menguninni til bæjaryfirvalda en áin verður algerlega hvít nokkra klukkutíma í senn og freyðir. Vandamálið hefur verið viðvarandi en fiskidauðinn er nýtilkominn að sögn íbúa. Meira »

Tvöfalt heljarstökk fram af þakinu

9.7. Líklega munu flestir súpa hveljur þegar þeir horfa á meðfylgjandi myndskeið af Agli Gunnari Kristjánssyni stökkva fram af húsþaki, taka tvöfalt heljarstökk og lenda í sandkassa fyrir neðan. Þetta gerði hann fyrr í sumar en Egill stundar parkour af miklum móð. Meira »

Flugdrekaferð um Grænlandsjökul

12.6. Fimm reyndir fjallamenn ferðuðust um 1300 km leið um Grænlandsjökul á dögunum. Stóran hluta leiðarinnar létu þeir flugdreka draga sig á jöklinum en leiðin hefur ekki verið farin áður. Leifur Örn Svavarsson einn leiðangursmanna segir það vera mikla upplifun að sigla um jökulinn með þessum hætti. Meira »

Fótstigin jeppamennska yfir jökul

10.5. Félagarnir Guðbjörn Margeirsson og Eiríkur Finnur Sigursteinsson hjóluðu yfir Vatnajökul í vikunni á svokölluðum „fatbikes“, eða breiðhjólum, sem eru með stærri og breiðari dekkjum en venjuleg hjól. Alls tók ferðin þrjá daga en þeir lentu í mestu vandræðunum þegar komið var niður af jöklinum. Meira »

Engin skömm við nauðungarvistunina

8.5. „Ég komst yfir skömmina með nauðungarvistunina og geðdeildina eftir þriðju maníuna,“ segir Kristinn Rúnar Kristinsson sem vill sjá nauðungarvistunum fækkað. Of algengt sé að úrræðinu sé beitt í heilbrigðiskerfinu. Hann segir það hafa verið stórt og mikilvægt skref að komast yfir skömmina. Meira »