Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Fáir valkostir eftir áratugastörf

í fyrradag „Kannski að maður setjist á skólabekk eða kannski ég verði heimavinnandi amma,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, starfsmaður HB Granda á Akranesi, vegna stöðunnar sem komin er upp þar. „Vonandi get ég fengið einhverja vinnu,“ segir Jóhann Þór Sigurðsson en þau hafa unnið í 22 og 39 ár í fiskvinnslunni. Meira »

Hefði ekki viljað vita af heilkenninu

21.3. „Hvernig þjóðfélag viljum við hafa, viljum við hafa alla eins?“ spyr Guðrún Sigmarsdóttir móðir Gyðu Lárusdóttur sem er með Downs-heilkennið. Sorglegt sé að langflestum fóstrum sem greinist með heilkennið hérlendis sé eytt. Sjálf er hún fegin því að hafa ekki vitað að hún gengi með barn með Downs. Meira »

Marshall-húsið opnað

18.3. Í dag verður Marshall-húsið opnað formlega en þar verður sýningaraðstaða Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Ólafs Elíassonar ásamt því að veitingastaður og vinnustofur verða þar. mbl.is kom við í húsinu í gær þegar verið var að leggja lokahönd á frágang hússins og fyrstu sýninganna. Meira »

Níu mál inn á borð Bjarkarhlíðar

2.3. Í dag er formleg opnun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á Bústaðavegi. Mánuður er þó liðinn frá því að starfsmenn komu sér þar fyrir og síðan þá hafa 9 mál komið þangað og segir verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar helst einkenna þau að fólk komi sem hafi orðið fyrir endurteknu ofbeldi. Meira »

Var 1997 besta árið í tónlist?

26.2. Töluvert hefur verið fjallað um árið 1997 sem sérstaklega gott ár í tónlistarútgáfu, sem er skiljanlegt því margar góðar plötur komu út á árinu og verða því 20 ára gamlar í ár. Sérstaklega var árið gjöfult í Bretlandi en hér á Íslandi var það rappið sem stimplaði sig inn með látum. Meira »

Uppbókað næstu tvo mánuði

22.2. „Við höfum lagt upp með vissa fílósófíu fyrir allan veitingastaðinn,“ segir Hinrik Karl Ellertsson rekstrarstjóri Dill sem varð fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta Michelin-stjörnu. Hráefni er sótt í nærumhverfið og er rekjanlegt, hann segir mikla aðsókn og tveggja mánaða bið eftir borði. Meira »

Hvað er ég búinn að koma mér út í?

12.2. „Hvað er ég búinn að koma mér út í?“ var það sem Blær Hinriksson hugsaði eftir að hafa lesið handritið að Hjartasteini en hann var einungis 14 ára gamall þegar tökurnar fóru fram. Myndin fjallar um málefni sem eru flestum viðkvæm og voru ekki auðveld fyrir svo unga leikara að takast á við. Meira »

Tölvunördasafnið sett upp

3.2. Donkey Kong-tölvuspil og Sinclair Spectrum- og Commodore-tölvur eru bara nokkur dæmi um þá muni sem eru til sýnis á Tölvunördasafninu sem búið er að setja upp í fyrsta skipti á UT-messunni sem haldin er í Hörpu yfir helgina. Þar er að finna ótal muni sem margir hafa ekki séð síðan á níunda áratugnum. Meira »

Versti ótti afans skók tilveruna

25.3. „Ég man eftir einum afa sem ég veitti meðferð einu sinni sem elskaði barnabörnin sín en fékk hræðilegar hugsanir upp í hugann um að leita á barnabörnin sín kynferðislega.“ Þetta er eitt dæmi um áleitnar hugsanir sem geta haft alvarlegar afleiðingar að sögn prófessors í sálfræði sem rannsakar efnið. Meira »

„Upplifi mig aldrei einangraðan“

19.3. „Ég upplifi mig aldrei einangraðan. Ef það er vont veður þá kemst ég ekki neitt en það pirrar mig ekki neitt,“ segir Salvar Baldursson, bóndi í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þangað er um 40 mínútna sigling frá Ísafirði og margir ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarið. Meira »

„Ótrúlegt hverju fólk er að henda“

15.3. „Við erum búnar að vera mjög heppnar með efni og það er ótrúlegt hverju fólk er að henda,“ segir Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir nemi í fatahönnun en hún ásamt öðrum nemum undirbýr sýningu á fötum sem eru endurunnin úr fötum sem hafa verið gefin til Rauða Krossins en eru ekki seljanleg. Meira »

Metnaður í búningagerðinni

1.3. Einn af uppáhaldsdögum yngri kynslóðarinnar, öskudagurinn, er í dag og af því tilefni hafa börn og í sumum tilfellum fullorðnir klætt í sig í búninga. Metnaðurinn er mikill hjá mörgum og það mátti sjá í Smáralindinni í dag þar sem krakkar sungu fyrir sælgæti. mbl.is var á staðnum. Meira »

Fiðlarinn sem beygði flugfélagið

24.2. Ár er síðan fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson komst í heimspressuna þegar honum var meinað að taka 25 milljón kr. fiðlu í handfarangur hjá flugfélaginu Norwegian. Ari mótmælti á netinu og fékk sterk viðbrögð sem urðu til reglugerðabreytinga hjá flugfélaginu. Hann kemur fram á tónleikum um helgina. Meira »

Sónar fyrir augu og eyru

20.2. Það er erfitt að ímynda sér betri vettvang fyrir Sónar en Hörpu og það gaf tóninn fyrir föstudagskvöldið að koma að Hörpu þar sem hátíðargestir gátu haft áhrif á hreyfingar og litabreytingar í ljósunum í glerhjúp hússins. Meira »

Ari Eldjárn mundar þverflautuna

7.2. „Á einhvern hátt er þetta gamall draumur að rætast,“ segir grínistinn Ari Eldjárn um uppistand sitt með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu í vikunni. Á sínum yngri árum hafi hann lært á þverflautu og komið fram en hann viðurkennir að aðstæðurnar nú séu ólíkar þeim sem hann sá fyrir sér þá. Meira »

Djúpstæður klofningur vestra

31.1. Hægt er að finna ýmis merki um að Bandaríkin séu að klofna eftir svipuðum línum og gerðist í borgarstríðinu á sjöunda áratugi 19. aldar. Afar ólíkar áherslur er að finna í mismunandi fylkjum landsins, trú hefur mikil áhrif á samfélagsmál í suðrinu á meðan frelsi hefur meira vægi við strendurnar. Meira »