Hvorug Norðurlandaþjóðin áfram

Söngkona Georgíu var síðust á svið en er meðal þeirra …
Söngkona Georgíu var síðust á svið en er meðal þeirra sem fagnar í kvöld. Ljósmynd/EBU

Albanía, Armenía, Rússland, Rúmenía, Ungverjaland, Grikkland, Eistland, Georgía, Serbía og Belgía komust áfram upp úr fyrri undanúrslitakeppni Eurovison rétt í þessu. 

Hvorki Finnar né Danir komust í úrslitin sem er afar óvenjulegt en einnig sátu Makedónía, Moldóva, Holland og Hvíta Rússland eftir með sárt ennið.

Hvað þýða úrslitin fyrir Ísland?

Hvorug Norðurlandaþjóðanna tveggja sem tóku þátt í fyrri undankeppninni náðu upp úr úrslitum. Unnendum óhefðbundinna Eurovision laga og fjölbreyttara samfélags þykir eflaust sérlega leitt að sjá finnsku pönkarana hverfa úr keppninni og eins eru eflaust einhverjir sem syrgja að rauðhærði samfélagsmiðla drengurinn hafi ekki átt upp á pallborðið hjá Evrópu.

Góðu fréttirnar gætu þó verið þær að Íslendingar eiga örlítið greiðari leið að frændsemisatkvæðum Norðurlandanna en ella, nái framlag okkar í aðalkeppnina. Svíar þurfa ekki að sýna Finnum sína hefðbundnu grannagæsku og eins eru hinir ástsælu og víðförlu Danir úr leik. 

Maður á víst ekki að gleðjast yfir óförum annarra en hver veit nema þessi örfáu aukastig sem við gætum fengið hafi áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir