Hvað er hún að bralla?

Meðlimir Stuðverks hafa undanfarið skipst á að deila myndum úr …
Meðlimir Stuðverks hafa undanfarið skipst á að deila myndum úr lífi sínu og starfi undir merkinu #hvaðerhúnaðbralla. Instagram @studverk

Á Instagram-síðu Stuðverks, skemmtifélags verkfræðikvenna, hefur verið mikið fjör undanfarið. Meðlimir Stuðverks hafa skipst á að deila myndum úr lífi sínu og starfi undir merkinu #hvaðerhúnaðbralla.

Hjör­dís Hug­rún er formaður Stuðverks er annar höfunda bókarinnar Tæki­fær­in. Sú bók inniheldur viðtöl við 50 ís­lensk­ar kon­ur sem sinna áhuga­verðum störf­um á sviði verkfræði, tækni og raunvísinda um all­an heim.

„Instagram-síða Stuðverks er í raun í anda bókarinnar Tækifærin. Árið 2014 var hlutfall kvenna aðeins um 23% brautskráðra úr grunnnámi verkfræðideilda Háskóla Íslands. Þetta hlutfall hefur hæst verið um þriðjungur í sögu skólans, það var árið 2008. Það liggja auðvitað margar ástæður að baki þess að stelpur fara síður í nám á þessu sviði en við viljum gera það sem í okkar valdi stendur, draga fram fyrirmyndir og vekja athygli á þeim áhugaverðu verkefnum sem hægt er að sinna að loknu námi.“

Verk­fræðikon­ur gripu í selfie-stöng­ina

Stjórn Stuðverks. Hjör­dís Hug­rún, formaður félagsins, er fyrir miðju.
Stjórn Stuðverks. Hjör­dís Hug­rún, formaður félagsins, er fyrir miðju.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson