Fagnaðarlæti urðu síma Sigmundar að falli

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs, Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana og …
Erna Solberg forsætisráðherra Noregs, Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana og Sigmundur Davíð með símann brotna. AFP

Óbeisluð gleði í kjölfar jafnteflis íslenska karlalandsliðsins við Kasakstan varð síma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að falli.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is um símtæki forsætisráðherra. Eins og greint var frá í gær sást síminn, límdur og brotinn á mynd frá AFP fréttaveitunni af fundi forsætisráðherra Norðurlandanna Danaveldi.

„Það voru fagnaðarlæti á leik íslands og Kasakstan sem fóru svona með tækið. Símar hafa sundrast af minna tilefni,“ segir Jóhannes Þór en eins og flestir knattspyrnuunnendur vita tryggði jafnteflið Íslandi sæti á EM.

„Eins og komið hefur fram í fréttum af samskiptum raðherrans við Sorpu og fjársjoðum undir gólffjölum útvarpshússins er hann mikill áhugamaður um að nýta hlutina vel og sóa sem minnstu. Teipið hefur þvi verið latið duga, enda viðgerðakostnaður þannig i lagmarki.“

Fyrri frétt mbl.is:

Forsætisráðherra með brotinn síma

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson