Jim Carrey var kistuberi

Við útförina í dag.
Við útförina í dag. Skjáskot af vef The Telegraph

Leikarinn Jim Carrey var viðstaddur útför kærustu sinnar Cathriona White í Írlandi í dag. White var lögð til hinstu hvílu í þorpinu Cappawhite þar sem hún ólst upp. Carrey ásamt fimm öðrum mönnum báru kistuna út úr þorpskirkjunni og að sögn The Irish Mirror mátti sjá Carrey fella tár við jarðarförina. Eftir athöfnina birti hann þessi skilaboð á Twitter.

White fannst látin á heimili sínu í Los Angeles 28. september. Hún var þrítug og er talið að hún hafi tekið sitt eigið líf. Hún og Carrey byrjuðu fyrst saman árið 2012 og voru saman með hléum þar til nýlega.

Frétt People.

Fyrri frétt mbl.is:

Skildi eftir bréf stílað á Carrey

Jim Carrey tjáir sig um andlátið

Cathriona White og leikarinn Jim Carrey.
Cathriona White og leikarinn Jim Carrey. Skjáskot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson