Leiðar á aðdáendum sínum

Cara Delevinge og Kate Moss eru góðar vinkonur.
Cara Delevinge og Kate Moss eru góðar vinkonur. burberry.com

Ofurfyrirsæturnar Cara Delevingne og Kate Moss lýstu því yfir að þær væru orðnar ansi þreyttar á aðdáendum sem vilja ólmir fá að smella af þeim mynd. Sér í lagi þegar þær eru staddar á salerninu, líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

Delavingne sagði:

„Ég er búin að fá nóg af því að vera stödd á almenningssalerni og vera spurð að því hvort það megi taka mynd af mér. Ég er að skeina á mér rassinn!“

„Þú þarft næði þegar þú ert að borða og augljóslega þegar þú ert sofandi. Þú þarft líka næði þegar þú ferð á klósettið.“

Moss bætti við:

„Ég líka, þær elta mann inn á klósettið vegna þess að þær vita að þá hafa þær náð manni. Eins og ég myndi einhvern tímann taka klósett „selfie“.“

Fyrirsæturnar tvær eru perluvinkonur en Delevingne hefur lýst því yfir hún líti á Moss sem sinn læriföður, enda hafi hún hjálpað henni þegar hún glímdi við mikla erfiðleika.

„Mér fannst ég aldrei nógu góð og ekki eiga alla þessa velgengni skilið. Mér leið eins og ég væri að upplifa draum einhvers annars.“

„Kate Moss bjargaði mér, hún hjálpaði mér á fætur á erfiðum tímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka