Chaplin á „dauðalista“ Hitlers

Charlie Chaplin í hlutverki einræðisherrans Adenoids Hynkel.
Charlie Chaplin í hlutverki einræðisherrans Adenoids Hynkel. Skjáskot

Kvikmyndir Charlie Chaplins nutu gríðarlegra vinsælda á millistríðsárunum en það voru ekki allir jafn hrifnir af þeim. Þar á meðal var einræðisherrann og nasistaforinginn Adolf Hitler.

Birtingarmynd andúðar Hitlers á Chaplin má meðal annars finna í tæplega 100 blaðsíðna áróðursriti sem þýskir nasistar sendu frá sér á fjórða áratug síðustu aldar og nefndist á þýsku Juden sehen Dich an eða Gyðingarnir fylgjast með þér þar sem talinn var upp fjöldi gyðinga um allan heim sem nasistar höfðu sérstakan ímugust á. Þar á meðal aðgerðasinnar, bankamenn, hagfræðingar, blaðamenn og fræðimenn auk leikara og tónlistarmanna.

„Markmið ritsins var að ráðast á áhrifamikla gyðinga á heimsvísu og vara þýsku þjóðina við því að þetta fólk stæði fyrir alþjóðlegu samsæri sem miðaði að því að leggja undir sig heiminn,“ er haft eftir uppboðshaldaranum Richard Westwood-Brookes á vefsíðunni The Vintage News. Hins vegar væri einkennilegt að Chaplin hefði verið á meðal þeirra sem ritið fjallaði um þar sem hann hefði ekki verið gyðingur. Fyrir vikið hafi nasistarnir greinilega talið mikla ógn stafa af honum.

„Chaplin hlýtur að hafa óttast um líf sitt“

Sagnfræðingurinn Kevin Brownlow segir að Chaplin hafi vitað af veru sinni á þessum „dauðalista“ nasista enda hafi honum eitt sinn verið sent eintak af því. Kvikmynd hans The Great Dictator sem frumsýnd var árið 1940 hafi verið svar Chaplins við ritinu. Deginum ljósara er að kvikmyndinni var beint gegn Hitler en þar brá Chaplin sér í hlutverk Adenoids Hynkel, einræðisherra yfir Tómaníu.

„Chaplin hlýtur að hafa óttast um líf sitt þegar hann sá ritið þar sem flestir þeir sem voru á listanum voru myrtir af nasistum,“ er ennfremur haft eftir Westwood-Brookes. Hér fyrir neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr kvikmynd Chaplins um einræðisherrann Hynkel. Chaplin lék tvö hlutverk í myndinni, annars vegar Hynkel og hins vegar gyðing sem var tvífari hans. Eftir að þeim hafði verið ruglað saman flutti gyðingurinn eftirfarandi ræðu sem enn í dag er talin einhver besta og einlægasta ræða gegn einræði og kúgun og í þágu frelsis og lýðræðis.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson