Karlotta er „bara ekkert leiðinleg“

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer fyrri und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Áhorf­end­ur hafa úr sex lög­um að velja í hvorri und­an­keppn­inni og næstu tvær vik­ur mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

Menntaskólaneminn Karlotta Sigurðardóttir er enn ung að árum en það er ekki að heyra á rödd hennar sem er þroskuð og kraftmikil. Hún syngur lagið „Óstöðvandi“ eftir Kristinn Sigurpál Sturluson og sænsku systurnar Lindu og Ylvu Persson í Söngvakeppni Sjónvarpssins.

Þau Karlotta og Kristinn segja lagið fjalla um að gefast ekki upp þó á móti blási. „Ég held að þetta sé eitthvað sem allir geta tengt við af því að það ganga allir einhvern tíma í gegnum eitthvað þar sem þeir þurfa bara að vera sterkir og standa með sjálfum sér,“ segir Karlotta.

Kristinn segir valið á söngkonu hafa verið afar auðvelt. „Hún er frábær söngkona og svo er hún bara ekkert leiðinleg heldur þegar maður er búin að kynnast henni aðeins,“ segir hann glettnislega.

 

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir