Leið aldrei vel í Kryddpíunum

Victoria Beckham fann sig aldrei í Kryddpíunum.
Victoria Beckham fann sig aldrei í Kryddpíunum. AFP

Fyrrverandi kryddpíunni, Victoriu Beckham, leið aldrei vel í hinni gríðarvinsæli stúlknahljómsveit Spice Girls.

Þessu greinir Simon Fuller, fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar frá.

„Henni leið aldrei vel í sveitinni. Jafnvel í Kryddpíunum, þar sem var mikið fjör. Hún var í stærstu sveit í heimi í tvö til þrjú ár, en henni leið aldrei vel með það,“ sagði Fuller í samtali við vefmiðilinn Mirror.

„Hún söng nokkuð vel, hún dansaði nokkuð vel. En henni leið aldrei vel í sveitinni.“

Fuller segist á endanum hafa stungið upp á því að Beckham legði fyrir sig fatahönnun.

„Hún var kölluð fína kryddið því hún klæddist alltaf bestu kjólunum og hún vissi allt um föt. Ég sagði við hana, þú ættir að starfa í tísku. Þú ættir að vera fatahönnuður.“

Það þarf því ekki að undra að Beckham hafi alls ekki viljað taka þátt í endurkomu sveitarinnar, en í ár eru 20 ár síðan þær skutust upp á stjörnuhimininn. Margir höfðu vonast eftir tónleikahaldi í tengslum við afmælið, en afar ólíklegt þykir að af því verði.

Frétt mbl.is: Endurkoma Kryddpíanna í uppnámi

Hljómsveitin kom saman árið 2012 í tilefni af Ólympíuleikunum í …
Hljómsveitin kom saman árið 2012 í tilefni af Ólympíuleikunum í London. JEWEL SAMAD
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson