Gæs óskaði eftir aðstoð lögreglu

Gæsamamman vissi nákvæmlega hvar hún ætti að leita aðstoðar.
Gæsamamman vissi nákvæmlega hvar hún ætti að leita aðstoðar. Skjáskot/Facebook

Lögregluþjónarnir James Givens og Cecilia Charron voru á hefðbundinni vakt síðastliðinn mándag í Cincinati borg í Ohio í Bandaríkjunum þegar gæs vatt sér upp að James og neitaði að láta hann vera. James gaf gæsinni að borða en það var ekki þar sem hún sóttist eftir.

Gæsin gaggaði stanslaust á James svo hann ákvað að fylgja henni eftir. Í samtali við vefmiðilinn The Dodo segir James að hann hafi elt gæsina tæpa 100 metra niður að læk. „Þá sá ég einn af ungum hennar var flæktur í borða af blöðru, hún leiddi mig beint að honum.“

Cecilia tók þá málin í sínar hendur og leysti gæsaungann úr flækjunni á meðan gæsamamman fylgdist þolinmóð með, en lét þó heyra vel í sér. Nokkrar mínútur tók að leysa ungann, sem hljóp þó ekki í fang mömmu sinnar heldur beint út í lækinn.

Lögregluþjónarnir vonast til að þetta verkefni sem þau leystu af hendi veiti fólk innblástur til að sýna meiri samkennd með náunganum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson