Top Gear-tríóið hefur tökur í júlí

Top Gear-tríóið svonefnda.
Top Gear-tríóið svonefnda. mbl.is

Fyrsti þáttur The Grand Tour í stjórn Top Gear-tríósins; þeirra Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond, verður tekinn upp í Suður-Afríku í júlí.

Um þetta tilkynnti Amazon Prime, streymisveitan sem tryggði sér sýningarrétt bílaþáttar með félögunum eftir að Clarkson var rekinn frá Breska ríkisútvarpinu, BBC, á síðasta ári eftir að hafa kýlt framleiðanda Top Gear.

Frétt mbl.is: Top Gear-tríóið með nýjan þátt

Í þættinum verður félögunum fylgt eftir á ferðalagi þeirra um heiminn. „Svo hér erum við. Fyrsta stopp langferðarinnar er Jóhannesarborg. Um miðjan júlí,“ skrifaði Clarkson á Twitter-síðu sína í dag.

Clarkson var rekinn úr Top Gear þáttunum eftir að hann tilkynnti stjórn BBC að hann hefði öskrað á og kýlt Oisin Tymon, framleiðanda þáttanna, í andlitið með þeim afleiðingum að Tymon fékk sprungna vör.

Jeremy Clarkson kýldi framleiðanda Top Gear og ákvað BBC að …
Jeremy Clarkson kýldi framleiðanda Top Gear og ákvað BBC að endurnýja ekki samning við sjónvarpsmanninn vinsæla. AFP

Sagði BBC þá að það myndi ekki endurnýja samninginn við Clarkson eftir 12 ár á skjánum og hættu þeir May og Hammond hjá BBC í kjölfarið. Yfir milljón undirskriftir söfnuðust þar sem farið var fram á að Clarkson yrði ráðinn aftur.

Um 350 milljónir manna horfðu á tríóið í hverri viku þar sem þeir skoðuðu bíla og gerðu á þeim ýmsar kúnstir. Var þátturinn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til þess að sinna samningaviðræðum eða skrifa undir samninga. Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til þess að sinna samningaviðræðum eða skrifa undir samninga. Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir