Segir Jackson hafa brotnað niður eftir húsleitina

Michael Jackson var eyðilagður eftir að lögreglan gerði húsleit á …
Michael Jackson var eyðilagður eftir að lögreglan gerði húsleit á heimili hans. AFP

Fyrrverandi lögmaður Michael Jackson, Brian Oxman, segir söngvarann hafa verið miður sín eftir húsleitina sem gerð var á heimili hans árið 2003.

Söngvarinn var sakaður um að brjóta kynferðislega á börnum, og var í kjölfarið gerð húsleit á heimili hans. Jackson var sýknaður af öllum ákæruliðum tveimur árum síðar.

Undanfarna daga hefur þó mikið verið fjallað um áður óséða lögregluskýrslu sem gerð var í tengslum við húsleitina, en þar kemur meðal annars fram að fundist hafi ljósmyndir og myndbönd af körlum, konum og börnum í kynferðislegum stellingum ásamt lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla kynlífsfíkn.

Frétt mbl.is: Nýtt myndband af húsleit skýtur upp kollinum

Í kringum 70 starfsmenn saksóknara og lögreglustjóra framkvæmdu húsleitina á sínum tíma, en Oxman segir söngvarann hafa brostið í grát eftir að henni lauk.

„Lögreglan skildi við húsið í algerri ringulreið, en hann hreyfði ekki við neinu í mörg ár. Hann vildi ekki snerta neitt. Hann sagði: „allir mínir verðmætu munir og  safngripir hafa verið snertir og eyðilagðir.“

Líkt og fram kemur í frétt Mirror greindi Oxman frá því að Jackson hefði upp frá þessu sofið í gestahúsinu, því hann gæti ekki fengið af sér að dveljast í svefnherbergi sínu lengur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson