Lét nettröllin heyra það

Chloe Grace Moretz er orðin hundleið á nettröllum.
Chloe Grace Moretz er orðin hundleið á nettröllum. AFP

Unga leikkonan Chloë Grace Moretz er orðin hundleið á athugasemdum um holdafar hennar, en hún viðraði óánægju sína á Twitter.

Moretz, sem svo sannarlega er með munninn fyrir neðan nefið, var ekkert að skafa utan af því og lét nettröllin hafa það óþvegið.

„Hvenær mun fólk fá leið á því að fela sig á bak við tölvuskjá og kalla aðra feita eða karlmannlega í vexti? Fær það ykkur til að líða vel að skrifa ykkar hatursfullu athugasemdir? Fullnægir það ykkur á einhvern drungalegan hátt?

Hugsið ykkur um áður en þið komið með vanhugsaðar athugasemdir og ímyndið ykkur manneskjuna sem þið eruð að tjá ykkur um. Hann, eða hún, er manneskja með tilfinningar sem þið hafið ákaflega neikvæð áhrif á.“

Moretz er ötull talsmaður fyrir bættri líkamsvitund kvenna, en hún greindi  frá því á dögunum að hún hefði ekki alltaf verið sátt í eigin skinni.

Frétt mbl.is: „Ég vildi brjóstastækkun ... ég vildi minnka rassinn“

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson