Heldur velli þrátt fyrir gjaldþrot

Gæran heldur sínu striki.
Gæran heldur sínu striki. Ljósmynd/ Gæran

Tónlistarhátíðin Gæran, sem haldin hefur verið á Sauðárkróki síðustu ár, lenti í miklum ógöngum þegar fyrirtækið Sjávarleður, áður Loðskinn, varð gjaldþrota fyrr í sumar. Undanfarin ár hefur hátíðin nefnilega verið haldin í geymsluhúsnæði Sjávarleðurs en í kjölfar gjaldþrotsins stóð hún skyndilega uppi húsnæðislaus. 

„Við vorum í einhverri pattstöðu, í meira en mánuð var alveg pása á vinnunni og það var með sanni sagt ekki víst að hátíðin héldi velli,“ segir Adam Smári Hermannsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í fréttatilkynningu.

„Á þessum tíma misstum við af stórum styrk sem við hefðum líklega fengið, en ég þorði ekki að semja um neitt sem ég var ekki viss um að geta staðið við.“

Í fréttatilkynningunni kemur fram að náðst hafi að semja við kröfuhafa Sjávarleðurs á dögunum og Gæran fái að halda sínu striki á sama stað og áður. Það séu aðstandendur hæstánægðir með enda hefur hátíðin verið haldin þar frá upphafi og dregur nafn sitt af rýminu sem alla jafna er notað til að geyma gærur.

„Undirbúningur er hafinn á ný að fullu og miðasala mun hefjast innan skamms á tix.is

Stærsta nafnið á Gærunni þetta árið er án efa poppkóngurinn Páll Óskar, sem var lofaður í hástert fyrir framkomuna á hátíðinni í fyrra. Líkt og síðasta ár verður Páll Óskar bæði með barnaskemmtun á Mælifelli á föstudeginum og ball aftur á sama stað eftir að tónlistarhátíðinni lýkur um kvöldið.

Aðrar tónlistarmenn og hljómsveitir sem stíga á svið eru Jón Jónsson, Nykur, Lily of the Valley, Mosi Musik, Rythmatic, Contalgen Funeral og fleiri.“

Frekari upplýsingar um Gæruna má finna á viðburðavef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson