Segir Selenu ekki hafa notfært sér Bieber

Selena Gomez skaut föstum skotum að Bieber.
Selena Gomez skaut föstum skotum að Bieber. AFP

Það hefur andað köldu á milli fyrrverandi skötuhjúanna Selenu Gomez og Justin Bieber, en þau hafa undanfarna daga átt í erjum á samfélagsmiðlum.

Forsaga málsins er sú að söngvarinn birti færslu þar sem hann lýsti yfir megnri óánægju vegna neikvæðra ummæla sem látin höfðu verið falla um kærustu hans, Sofiu Richie. Gomez var fljót að blanda sér í málið, og hvatti söngvarann einfaldlega til að hætta að deila myndum af kærustunni ef hann kærði sig ekki um athugasemdirnar.

Frétt mbl.is: Selena Gomez lætur Bieber heyra það

Söngvarinn var þó fljótur að svara fyrir sig, en hann ásakaði Gomez um að hafa nýtt sér frægð hans. Að því loknu eyddi hann Instagram-reikningi sínum.

Frétt mbl.is: Bieber lokar Instagram-reikningi sínum

Nú hefur heimildarmaður tengdur Gomez stigið fram, en hann þvertekur fyrir að söngkonan hafi nýtt sér frægð Biebers þegar þau voru par.

„Þau eru bæði ung og hafa gert mistök, en hún hefur aldrei notfært sér hann,“ sagði hinn ónefndi heimildarmaður í samtali við tímaritið People.

„Hann vakti miklu meiri athygli á sambandi þeirra en hún gerði nokkurn tímann, og hann gerði það á afar skipulagðan hátt.“

Söngvarinn hefur í gegnum tíðina verið duglegur að deila gömlum myndum frá sambandi þeirra á samfélagsmiðlum sínum.

„Alltaf þegar eitthvað gott á sér stað í lífi hennar deilir hann einhverju til að hefna sín á henni.“

Justin Bieber og Selenu Gomez virðist ekki vera vel til …
Justin Bieber og Selenu Gomez virðist ekki vera vel til vina. Ljósmynd / skjáskot Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson