„Vorum klædd eins og fjandans hálfvitar“

Amy Schumer segir Met Gala-ballið vera algeran skrípaleik.
Amy Schumer segir Met Gala-ballið vera algeran skrípaleik. AFP

Gamanleikkonan Amy Schumer hefur ekki mikið álit á Met Gala-ballinu, enda segist hún ekki hafa nokkurn áhuga á tísku líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Þá játaði leikkonan að kvöldstundin hafi verið með eindæmum leiðinleg, og engu líkara en hún væri að taka út refsingu frekar en að taka þátt í skemmtilegum viðburði.

„Þarna var fólk sem líkti eftir því að eiga í samræðum. Ég kann ekki að meta slíkan skrípaleik,“ viðurkenndi leikkonan í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern á dögunum.

„Við vorum klædd eins og fjandans hálfvitar. Mér líkar þetta ekki. Ég hef engan áhuga á tísku og gæti ekki verið meira sama.“

„Ég fékk að hitta Beyoncé, og hún spurði mig hvort þetta væri fyrsta Met Gala-ballið mitt, en ég sagði henni að þetta væri mitt síðasta,“ játaði leikkonan sem líklega mun halda sig heima þegar næsta ball fer fram.

Frétt mbl.is: Bar svitalyktareyði á lærin

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir