Árið þegar ástin dó í Hollywood

Yfirvofandi skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt er enn ein fréttin frá Hollywood af skilnaði fræga fólksins og ekki skrítið að margir telji að það séu álíka miklar líkur á að hjónaband haldi í Hollywood og að einhvers sem ekki er hvítur á hörund hljóti Óskarsverðlaunin fyrir leik.

Brad Pitt og Angelina Jolie-Pitt eru engir nýliðar þegar kemur að skilnuðum en hann var áður kvæntur leikkonunni Jennifer Aniston og hún leikurunum Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton.

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Í ár hefur einnig komist í fréttirnar að Gwyneth Paltrow og Chris Martin hafi lagt lokahöndina á „meðvituð sambandsslit“ sín og um svipað leyti bárust fréttir af deilum Johnny Depp og Amber Heard varðandi skilmála skilnaðar þeirra.

Gwyneth Paltrow segir að hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Chris …
Gwyneth Paltrow segir að hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Chris Martin, séu betri sem vinir heldur en par. Skjáskot Daily Mail

Álagið oft meira

Drew Barrymore, Lisa Marie Presley, Dennis Quaid og James McAvoy hafa öll tilkynnt um skilnað við maka sína og er því farið að tala um árið 2016 sem ár skilnaða í Hollywood.

Árið 2012 birti gagnaveitan PolitiFact staðreyndir varðandi lífslíkur hjónabanda í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 40-50% líkur væru á að hjónabönd þar í landi myndu enda með skilnaði.

Kelly Frawley, einn af eigendum lögmannsstofunnar Kasowitz, Benson, Torres and Friedman í New York, telur að á sama tíma og það er engin ástæða til að ætla að ríka og fræga fólkið skilji oftar en meðal-Jóninn þá sé álagið oft meira á sambandið heldur en hjá flestum öðrum.

Peningar, uppeldi barna og ýmislegt annað er yfirleitt orsök þess að hjónabönd enda með skilnaði en þegar kemur að fræga fólkinu verður málið enn yfirgripsmeira því það er svo miklu auðveldara fyrir það að segja skilið við makann. 

„Þú getur auðveldlega eytt pening, þú getur auðveldlega farið og þú getur auðveldlega haldið framhjá,“ segir Frawley í samtali við AFP-fréttastofuna.

Gullbrúðkaup handa við hornið

En þetta er ekki staðan hjá öllum því einhver hjónabönd hafa enst farsællega í Hollywood. Má þar nefna Denzel og Pauletta Washington sem hafa verið saman frá árinu 1983 og Billy Crystal, Christopher Walken og eiginkonur þeirra munu fagna gullbrúðkaupi áður en áratugurinn er á enda.

Christopher Walken.
Christopher Walken.

Ólíkt mörgum tískubylgjum hins vestræna heims, svo sem húðslípun, 5:2 fæði og grænkálsát, þá eru skilnaðir tískubylgja sem ekki hefur fjarað út áratugum saman og er varla hægt að halda utan um alla þá skilnaði sem hafa orðið að veruleika í Hollywood-hæðum. 

Ef litið er yfir sviðið má nefna skilnað Ben Affleck og Jennifer Garner sem greindu frá skilnaði sínumí júní í fyrra eða um svipað leyti og þau höfðu verið gift í tíu ár.

Jennifer ásamt Ben Affleck árið 2003.
Jennifer ásamt Ben Affleck árið 2003. Getty Images/AFP

Líkt og ekki fór framhjá Íslendingum þá skildu Tom Cruise  og Katie Holmes árið 2012 en það var þriðji skilnaður hans. Árið 2010 skildu Ryan Reynolds og Scarlett Johansson og sama ár lauk hjónabandi Elizabeth Hurley og Arun Nayar.

„Fræga fólkið er undir stöðugri smásjá  heimsins þar sem hver misklíð hjóna er til umræðu aftur og aftur. Hver minnsti misskilningur er birtur í fréttum eins og skilnaður sé rétt handan við hornið,“ segir Judi Bloom, hjónabands- og fjölskylduráðgjafi í Suður-Kaliforníu. „Þetta getur að lokum endað með skilnaði.“

Vinnu og einkalífi blandað saman

Hún segir að eitt af því sem fari illa með pör í Hollywood sé hversu miklum tíma þau eyði í sitt hvoru lagi í tengslum verkefni sem þau vinna að. Það geti reynt mjög á sambönd. En í einhverjum tilvikum hefur það reynst gott fyrir hjónalífið að halda áfram að vinna saman. 

Warren Beatty og Annette Bening urðu par við tökur á myndinni Bugsy árið 1991 og gengu í hjónaband ári síðar. Árið 1994 gerðu þau saman myndina Love Affair. Þau eru enn gift.

Will Smith og Jada Pinkett eru enn saman en þau kynntust fyrir aldarfjórðung við tökur á myndinni The Fresh Prince of Bel Air. Pinkett reyndi að fá hlutverk unnustu Smiths í myndinni án árangurs en hún fékk Smith þess í stað og gengu þau í hjónaband árið 1997. Þau léku síðan saman í myndinni Ali.

En auðvitað er ekki hægt að segja að ef fólk vinnur saman og býr saman þá gangi hlutirnir upp hjá fræga fólkinu frekar en öðrum. 

Þessi mynd fór víða enda sennilega síðasta myndin sem birtist …
Þessi mynd fór víða enda sennilega síðasta myndin sem birtist af Tom Cruise og Katie Holmes áður en þau skildu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Helena Bonham Carter og Tim Burton hafa unnið saman að sjö kvikmyndum en eftir að þau höfðu verið gift í 13 ár skildu þau. 13 var líka óhappatala í hjónabandi Woody Allen og Miu Farrow en hún lék í þrettán myndum hans. Hjónabandi þeirra lauk eftir 13 ár en sá skilnaður á örugglega fátt tengt við óheppni þar sem í ljós kom að hann átti í ástarsambandi við stjúpdóttur sína.

Tímasetningin engin tilviljun

Rob Shuter, sem áður var almannatengill fjölmargra Hollywood stjarna, svo sem Jennifer Lopez og Jessica Simpson, segir tímasetningu á skilnaði Jolie og Pitt enga tilviljun. Hann rekur nú slúðurvefinn NaughtyGossip.com og segir að tilkynningin sé gefin út daginn eftir að vikuritin fóru í prentun. Það þýðir að þau fá viku andrými áður en næsta tölublað kemur út. 

Shuter segir að á sama tíma og prentmiðlar skipti minna máli þá sé tímasetningin skelfileg fyrir tímarit eins ogPeople en ekkert bandarískt tímarit er með jafn marga lesendur og það. Svipaða sögu má segja af helsta keppinautPeople,UsWeekly. Hann er sannfærður um að Pitt hafi haft mikið um tímasetninguna að segja því Jolie hafi hingað til gert lítið í því að trana sér inn í fréttir fjölmiðla. Til að mynda þegar hún gekk með Shiloh þá hafi hún ekki tilkynnt það opinberlega heldur gengið fyrir horn og látið kúluna sjást fyrir ljósmyndara People-tímaritsins.

Helena Bonham Carter og Tim Burton.
Helena Bonham Carter og Tim Burton. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson