Átu ólystugan skelfisk

Hertogaynjan virtist ekki sérlega hrifin af öllum kræsingunum sem boðið …
Hertogaynjan virtist ekki sérlega hrifin af öllum kræsingunum sem boðið var upp á í heimsókninni. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Skötuhjúin Vilhjálmur prins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, eru stödd í opinberri heimsókn í Kanada um þessar mundir.

Þegar maður er í opinberri heimsókn þýðir ekkert að vera matvandur, heldur er best að borða lostætið sem borið er fram með bros á vör. Líka ef lostætið er sérlega ólystugt og afskaplega skringilega útlítandi.

Hin konunglegu hjú eru þó öllu vön, en þau gæddu sér á risaskelfisk sem mörgum þykir afar fráhrindandi í útliti.

„Hvað framsetningu varðar er hann mjög krefjandi,“ sagði prinsinn um skelfiskinn, en lét þó til leiðast nokkru síðar. Að vísu var þá búið að matreiða fiskinn á lystugan máta líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Skelfiskurinn er fremur sérkennilegur í útliti, og þykir mörgum hann …
Skelfiskurinn er fremur sérkennilegur í útliti, og þykir mörgum hann minna á einhverskonar reðurtákn. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson