Vilja Craig áfram í hlutverki Bond

Daniel Craig í hlutverki James Bond
Daniel Craig í hlutverki James Bond Mynd/mbl.is

Framleiðendur James Bond myndanna vilja að Daniel Craig haldi áfram sem njósnari hennar hátignar. „Craig er fyrsta valið, ekki spurning,“ sagði Callum McDougall, einn aðalframleiðandi myndanna í samtali við BBC Radio 4 í morgun. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Síðan að Craig tók við kyndlinum árið 2006 hefur hann túlkað hlutverk njósnarans í fjórum kvikmyndinum: Casiono Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre.

Frétt mbl.is: Daniel Craig hafnaði 12,4 milljörðum

Fyrr á árinu sagði Craig að hann hefði ekki áhuga á að taka hlutverkið að sér að nýju. Á hann að hafa hafnað tilboði upp á 12,4 milljarða króna um að leika í tveimur myndum til viðbótar. Síðan þá hefur mikið verið rætt um mögulega arftaka leikarans og hafa nöfn á borð við Tom Hiddleston, Tom Hardy, Idris Elba og Angelina Jolie verið nefnd í því samhengi.

Frétt mbl.is: Leikaravalið ekki lýðræði

McDougall, sem komið hefur að níu myndum um herra Bond, sagðist í viðtalinu óska að hann vissi hver yrði næsti James Bond. En eitt væri á hreinu, ef að Daniel Craig snérist hugur yrði hlutverkið hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson