Leikaravalið ekki lýðræði

Leikstjórinn Sam Mendes.
Leikstjórinn Sam Mendes. AFP

Valið á leikurum í næstu kvikmynd um njósnara hennar hátignar, James Bond, verður ekki byggt á lýðræði sagði leikstjórinn Sam Mendes á hátíðinni Hay Festival í gær, en hann hefur leikstýrt síðustu tveimur myndum um njósnarann. Hvað sem liði vangaveltum um það í fjölmiðlum hver tæki við aðalhlutverkinu af leikaranum Daniel Craig væri það framleiðandinn, Barbara Broccoli, sem að lokum tæki ákvörðun um það.

„Það er linnulaus umræða í fjölmiðlum um það hver verði næsti Bond. Staðreyndin er sú, og hér er fyrirsögn: Þetta er ekki lýðræði. Þetta er ekki X-Factor, þetta er ekki þjóðaratkvæði, þetta eru ekki kosningar. Barbara Broccoli ákveður hver verður næsti Bond. Þannig er það bara,“ er haft eftir Mendes á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Mendes hefur áður lýst því yfir að hann muni ekki leikstýra næstu Bond-myndinni en hann leikstýrði bæði Skyfall og Spectre. Craig mun ekki leika njósnarann aftur.

Daniel Craig sem njósnari hennar hátignar.
Daniel Craig sem njósnari hennar hátignar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes