Dylan líklega með tónleika í Stokkhólmi

Bob Dylan spilar líklega í Stokkhólmi á næsta ári.
Bob Dylan spilar líklega í Stokkhólmi á næsta ári. AFP

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun hugsanlega halda tónleika í Stokkhólmi  næsta vor. Þetta segir meðlimur sænsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar.

„Þá hefur hann mjög gott tækifæri til að halda fyrirlesturinn sinn,“ sagði Sara Danius í viðtali við sænska útvarpsstöð.

Þess eina sem krafist er af Nóbelsverðlaunahafa er að hann haldi fyrirlestur. Það þarf að gerast innan sex mánaða frá afhendingu verðlaunanna 10. desember.

Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti á miðvikudaginn að Dylan ætlaði ekki að vera viðstaddur afhendingu Nóbelsverðlaunanna vegna annarra skuldbindinga.

Frétt mbl.is: Dylan tekur ekki á móti verðlaununum

Tilkynningin kom ekki á óvart. Dylan, sem er 75 ára, sagði ekki eitt aukatekið orð opinberlega daginn sem tilkynnt var að hann myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Lengi vel var einnig óljóst hvort hann yrði viðstaddur verðlaunaathöfnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav