Kanye West fluttur á sjúkrahús

Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian.
Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er á sjúkrahúsi eftir að hringt var í neyðarlínuna og óskað eftir læknisaðstoð. Allt er á huldu um hvað angrar að West og mjög misvísandi fregnir af málinu. Er jafnvel talið að hann sé að niðurlotum kominn.

Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles og lögregla staðfesta að maður hafi verið fluttur á sjúkrahús en hafa ekki viljað staðfesta að um West sé að ræða, samkvæmt frétt BBC.

NBC News segja að ákvörðun um að flytja West á sjúkrahús hafi byggt á hans eigin velferð. TMS segir að West hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna andlegra veikinda en hann hafi glímt við svefntruflanir að undanförnu. Los Angeles Times segir að óskað hafi verið eftir læknisaðstoð á heimili West en hvorki hann né fjölskylda hans hafa tjáð sig við fjölmiðla.

Eiginkona hans, Kim Kardashian, átti að koma fram í New York í gærkvöldi en mætti ekki. Það hefði verið í fyrsta skipti sem hún hefði komið fram opinberlega eftir ránið í París í október. West hefur aflýst öllum tónleikum sem hann átti að koma fram á næstu vikurnar en um helgina hélt hann þrumandi ræðu yfir áhorfendum í Sacra­mento og stormaði niður af sviðinu aðeins hálftíma eftir að hann mætti á sviðið. West byrjaði tón­leik­ana ein­um og hálf­um tíma á eft­ir áætl­un og komst í gegn­um tvö lög áður en hann ákvað að deila frek­ar hugs­un­um sín­um með tón­leika­gest­um.

Fréttt BBC

Kanye West.
Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson