Bjóst ekki við þessum miklu viðbrögðum

Daði Freyr Pétursson er flytjandi og lagahöfundur lagsins Hvað með það sem komst í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Í samtali við mbl.is segir Daði að Söngvakeppnin hafi verið eitthvað sem hann hélt að hann myndi aldrei gera og segist hafa fengið miklu meira út úr þátttökunni en hann bjóst við.

Daði flytur lagið ásamt hljómsveit sinni Gagnamagninu en hana skipa Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Sigrún Birna Pétursdóttir, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Stefán Hannesson og Jóhann Sigurður Jóhannsson. Daði segir hópinn náinn en þar má m.a. finna æskuvin hans, kærustu og litlu systur.

Daði á sviðinu í Háskólabíói á laugardaginn.
Daði á sviðinu í Háskólabíói á laugardaginn. Ljósmynd/Mummi Lú

Daði stundar nám við hljóðtækni og tónlistarsköpun úti í Berlín og útskrifast þaðan í vor. „Strax eftir keppnina fer ég aftur heim til Berlínar að klára lokaverkefnið mitt og það verður brjálað að gera í því. Það er ef við förum ekki alla leið í aðalkeppnina.“

Aðspurður hvað taki við eftir útskrift segist Daði ætla að vera áfram í Berlín, alla vega yfir sumarið. Síðan fara hann og kærasta hans til Kambódíu í október. „Við ætlum að vera þar í hálft ár, upplifa nýja hluti og kynnast nýju fólki.“

Væri klikkað að fara út

Hann segir að á laugardaginn hafi hann talið um helmingslíkur á að lagið hans kæmist áfram í úrslitin. „Viðbrögðin við laginu urðu miklu meiri en ég bjóst við. Ég hef reyndar fengið miklu meira út úr þessari keppni en ég átti von á,“ segir Daði. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og væri auðvitað alveg klikkað að fara út í aðalkeppnina. Það er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að væri möguleiki. En við erum aðallega að reyna að hafa gaman af þessu og ekki taka þessu of alvarlega.“

Undirleikurinn að laginu Hvað með það, eða Is This Love eins og það heitir á ensku var saminn af Daða fyrir einhverjum tíma en söngurinn var sérstaklega saminn fyrir keppnina. Daði tók undirleikinn síðan aftur upp fyrir keppnina og breytti honum. Hann segir að það hafi verið mjög gaman á sviðinu í Háskólabíói á laugardaginn og gengið vel. „Við vorum stressuð en um leið og lagið byrjaði urðu allir slakir.“

Aðspurður hvernig hann sé stemmdur fyrir úrslitin á laugardaginn segist hann vera nokkuð rólegur. „Núna er ég búinn að gera þetta einu sinni og það verður líklega minna skref að taka þetta aftur. En svo veit ég ekkert hvernig mér mun líða á laugardaginn.“

Daði og Gagnamagnið verða síðust á svið á laugardaginn. Hægt er að kjósa lagið með því að hringja eða senda SMS í númerið 900-9907.

Daði og Gagnamagnið.
Daði og Gagnamagnið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson