„Ég sé ekki eftir neinu“

Svala Björgvinsdóttir á sviðinu í Kænugarði.
Svala Björgvinsdóttir á sviðinu í Kænugarði. Ljósmynd/Eurovision.tv

„Ég er svo ótúrlega stolt af þessum flutningi og laginu. Ég hef fengið stuðning allsstaðar að í Evrópu og skilaboð allsstaðar að í heiminum og það snerti mig svo mikið því ég samdi lagið sjálf. Ég er rosalega ánægð með flutninginn og þetta kom vel út. En maður veit aldrei hvernig svona fer og ég var viðbúin því að þetta gæti farið svona.“

Þetta sagði Svala Björgvinsdóttir í samtali við mbl.is eftir að í ljós kom að þátttöku hennar í Eurovision væri lokið. Hún segir að ótrúlega mikið af tækifærum hafi skapast í gegnum keppnina og að hún hafi kynnst gríðarlega mörgum. „Það hafa margar hurðir opnast fyrir mig sem listamann og lagahöfund.“

Fyrst og fremst tækifæri til þess að kynna sig

Svala segist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég geri eitthvað geri ég það heilshugar og hugsa alltaf jákvætt. Hefði ég ekki unnið forkeppnina á Íslandi hefði ég aldrei séð eftir því og gengið sátt frá borði. Ég geri það líka hérna.“

Hún biður Íslendinga ekki um að fara í neikvæða hugsun og rífa niður önnur lög í keppninni. „Auðvitað langaði mig að komast í lokakeppnina, sérstaklega fyrir Íslendinga og alla krakkana sem hafa sýnt mér stuðning á Íslandi og eru búin að senda mér falleg myndbönd. Ég hafði mestar áhyggjur af þeim, langaði að komast þangað fyrir þau.“

Svala segist ekki hafa endilega litið á Eurovision sem keppni heldur sem fyrst og fremst tækifæri til að kynna sig og tónlistina en landið sömuleiðis. „En þetta hefur verið mögnuð upplifun og ég sé ekki eftir neinu.“

Verða vinir að eilífu

Að sögn Svölu hafa mikil tengsl myndast í íslenska hópnum. „Það er búið að vera ógeðslega gaman hjá okkur og þetta er búið að vera eitt stórt magnað ævintýri. Við verðm vinir að eilífu eftir þetta.“

Svala ætlar að vera áfram í Kænugarði og fara á lokakeppnina á laugardaginn. „Þá ætla ég bara að skemmta mér, hafa gaman og njóta. Ég er búin að vera í vinnunni á hverjum einasta degi frá því ég lenti. Þetta var í tólfta skiptið sem ég flutti lagið á sviðinu þannig þetta hefur verið alveg þvílík vinna.“

Svala fer síðan aftur til Los Angeles þar sem hún býr.  Þá tekur við laga- og myndbandagerð með hljómsveit hennar Blissful. „Ég held bara áfram mínu striki og hlakka til að takast á við ný tækifæri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson