Halda tónlistarhátíð við Skógafoss

Hjómsveitin The xx á tónleikum árið 2012.
Hjómsveitin The xx á tónleikum árið 2012. Ljósmynd/Wikipedia/Tuomas Vitikainen

Enska hljómsveitin The xx ætlar að halda tónlistarhátíðina Night + Day við Skógafoss í júlí næstkomandi.

Hátíðin stendur yfir helgina 14. til 16. júlí. 

„Við urðum ástfangin af Íslandi þegar við tókum þar upp hluta af [plötunni]„I See You“ fyrir nokkrum árum og við hlökkum mikið til að snúa þangað aftur með vinum okkar. Vonumst til að sjá ykkur þar!“ segir í færslu sveitarinnar á Facebook.

Miðasala á tónlistarhátíðina hefst á föstudaginn. Á meðal annarra flytjenda sem koma fram á hátíðinni eru Warpaint, Gangly, Högni og Mr. Silla. 

Jamie xx, liðsmaður The xx, er hann spilaði á Sónar-hátíðinni …
Jamie xx, liðsmaður The xx, er hann spilaði á Sónar-hátíðinni hér á landi. mbl.is/Styrmir Kári

The xx var stofnuð í London árið 2005. Fimm árum síðar vann hljómsveitin hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi fyrir sína fyrstu plötu.

Platan I See You, sem var að hluta til tekin upp hér á landi, kom út í janúar síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson