Spáir sínum manni 4. eða 5. sætinu

Robin Bengtsson á sviði.
Robin Bengtsson á sviði. AFP

„Ég held að Robin muni ganga nokkuð vel. Þetta er nútímalegt popplag og flutningurinn sker sig úr. Við erum líka heppin með uppröðunina, lagið er á milli tveggja ballaða sem verður mjög gott fyrir lagið,“ segir Torbjörn Ek, blaðamaður hjá hinu sænska Aftonbladet, í samtali við blaðamann mbl.is í blaðamannahöllinni í Kænugarði.

Fékk stóra tækifærið í Melodifestivalen

Eins og flestir vita fara fram úrslit Eurovision í kvöld og er Svíanum Robin Bengtsson með lagið I Can‘t Go On spáð mjög góðu gengi. „Ég held nú ekki að hann muni vinna,“ segir Ek. „En hann kemst líklega í fjórða eða fimmta sæti og ég held að hann verði gríðarlega ánægður með það.

Ek segir Svía almennt séð mjög ánægða með lagið og söngvarann. „Robin var í Idol í Svíþjóð fyrir um tíu árum síðan en það náði ekki að koma ferli hans af stað. Hann átti svolítið erfitt á tímabili en hann fékk stóra tækifærið þegar hann keppt í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni, í fyrra og þó svo að lagið komst ekki alla leið var það eitt mest spilaða lagið í Svíþjóð á síðasta ári,“ útskýrir Ek.

„Núna er hann loksins kominn á þann stað að hann lifir af tónlistinni eftir að hafa verið í ströggli síðustu ár.“

Besta lagið til að fara í keppnina

Lagið I Can‘t Go On vann dómarakosninguna í undankeppninni en ekki símakosninguna. Ek segir að lagið hafi klárlega verið besta lagið til að senda í keppnina. „Það tók sumt fólk nokkra daga að sætta sig við úrslitin en ég er á því að þetta var besta lagið til þess að senda í Eurovision. Lagið sem vann símakosninguna var hægt lag og hefði ekki skorið sig úr í stóru keppninni eins og Robin hefur gert,“ segir Ek.

Þetta er ellefta árið sem Ek fer á Eurovision fyrir Aftonbladet og segist hann vera mikill Eurovision aðdáandi. Hann spáir því að Búlgaría verði í þriðja sæti, Portúgal í öðru og Ítala í því fyrsta.  „Uppáhalds lagið mitt í kvöld er ítalska lagið. Ég vona að hann vinni. En hann átti mjög slæma æfingu í gær sem var líka dómararennslið og það mun vissulega hafa áhrif á hvernig honum mun ganga í kvöld.“

Torbjörn Ek er blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð.
Torbjörn Ek er blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð. mbl.is/Auður
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson