Bubbi veitti litlum unga áfallahjálp

Kötturinn er Moli er vandræðagemlingur.
Kötturinn er Moli er vandræðagemlingur. mynd/samsett

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og fjölskylda hans hafa verið önnum kafin við að bjarga fuglum og músum í sumar þar sem að kötturinn þeirra, sveitakötturinn Moli, hefur verið ansi duglegur við veiðar í sumar.

Nýlega björguðu þau litlum unga og veittu honum smá áfallahjálp, leyfðu honum að svamla í baðkarinu og gáfu honum að borða heima áður en þau fóru með hann út að vatni þar sem fjölskylda ungans tók á móti honum. En Bubbi lýsir sveitakettinum sem algjörum „gangster“.

„Við náum nú flest öllum fuglum úr kjaftinum úr honum hann kemur alltaf með þá lifandi,“ segir Bubbi en krakkarnir á heimilinu hafa einnig verið duglegir við að veita músum áfallahjálp í sumar.

Þó svo að Bubbi segir að Moli sé blíður þá hefur Moli voða lítinn áhuga á fjölskyldunni fyrir utan það að hann fær að sofa hjá þeim og borða. „En það er enginn munur á ketti og ljóni nema það að kötturinn er miklu minni. Ég er búin að eiga marga ketti í gegnum tíðina sumir kettir eru innikettir og þar af leiðandi eru þeir ekkert að drepa. En eðli þeirra bara forritað í þá, þeir geta ekkert í þessu gert,“ segir Bubbi.

„Þar sem við búum í sveit er gríðarlegt úrval af fangi, bæði af músum og fuglum,“ segir Bubbi og bætir því við að þau hafa reynt að setja keðjur og bjöllur um hálsinn á honum en ekkert dugar. En það er ljóst að fjölskyldan þarf að finna lausn á vandamálinu en Bubbi segir að þau vilji frekar hafa fugla og fuglasöng en kött og auðan garð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson