Ógleðin getur leitt til spítalainnlagnar

Katrín hertogaynja þjáist af mikilli morgunógleði.
Katrín hertogaynja þjáist af mikilli morgunógleði. mbl.is/AFP

Kensington-höll tilkynnti að Katrín og Vilhjálmur ættu von á sínu þriðja barni eftir að Katrín þurfti að aflýsa plönum sínum vegna morgunógleði. Hertogaynjan fær alltaf mjög mikla morgunógleði á meðgöngu.

Samkvæmt Daily Mail glímir Katrín við eitthvað sem um eitt prósent kvenna glímir við og kallast á fræðimáli Hyperemesis Gravidarum (HG) en það einkennist af gífurlega mikilli ógleði og uppköstum. Ólíkt venjulegri morgunógleði sem gengur yfir á fyrstu mánuðunum finna konur fyrir ógleði og æla alla meðgönguna, ekki bara á morgnana, og eiga þær oft í erfiðleikum með að halda mat og drykk niðri. 

Konur með þessi einkenni eru oft og tíðum lagðar inn á sjúkrahús vegna vökvaskorts og var Katrín meðal annars lögð inn á sjúkrahús vegna ógleði þegar hún gekk með Georg. 



Katrín ólétt af Karlottu prinsessu.
Katrín ólétt af Karlottu prinsessu. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson