Féllu fyrir mótleikurum sínum

Jennifer Lopez ásamt Ben Affleck árið 2003.
Jennifer Lopez ásamt Ben Affleck árið 2003. mbl.is/AFP

Hollywood -falla oftar en ekki fyrir mótleikurum sínum. Popsugar rifjaði um nokkrar stjörnur sem urðu ástfangnar á setti. Ástin slokknaði þó hjá öllum þessum pörum. 

Jennifer Garner átti það til að falla fyrir mótleikurum sínum en árið 2003 hitti hún Ben Affleck við tökur á Daredevil en skilnaður þeirra gekk í gegn fyrr á þessu ári. 

Ben Affleck og Jennifer Garner árið 2013 þegar allt lék …
Ben Affleck og Jennifer Garner árið 2013 þegar allt lék í lyndi. mbl.is/AFP

Ben Affleck var ekki síðri en Garner og byrjaði með söng- og leikkonunni Jennifer Lopez þegar þau léku saman í Gigli. Þau voru enn saman þegar Affleck hiti Garner. 

Affleck var líka með Gwyneth Paltrow sem lék með honum í Shakespeare in Love. 

Ben Affleck og Gwyneth Paltrow.
Ben Affleck og Gwyneth Paltrow. skjáskot/Popsugar

Paltrow var með Brad Pitt á árunum 1995 til 1997 en þau léku saman í myndinni Seven.

Paltrow og Pitt.
Paltrow og Pitt. skjáskot/Popsugar

Rachel McAdams og Ryan Gosling léku eftirminnilega elskendur í The Notebook og voru auk þess saman í tæp fjögur ár. 

Rachel McAdams og Ryan Gosling léku saman í The Notebook.
Rachel McAdams og Ryan Gosling léku saman í The Notebook. ljósmynd/Imdb

Ryan Gosling er nú giftur Evu Mendes sem lék með honum í The Place Beyond the Pines. Það muna kannski ekki allir eftir því en fyrir McAdams og Mendes var Gosling í sambandi með Söndru Bullock en þau kynntust við tökur á myndinni Murder by Numbers. 

Sandra Bullock og Ryan Gosling.
Sandra Bullock og Ryan Gosling. ljósmynd/Imdb

Bullock er sögð hafa átt í tveggja ára ástarsambandi við Matthew McConaughey eftir að þau léku saman í A Time to Kill árið 1996.

McConaughey kynntist síðan hinni spænsku Penélope Cruz við tökur á Sahara.

Matthew McConaughey og Penélope Cruz.
Matthew McConaughey og Penélope Cruz. skjáskot/Popsugar

Cruz féll síðan fyrir Tom Cruise þegar þau léku saman í Vanilla Sky árið 2004. 

Cruise og Cruz.
Cruise og Cruz. ljósmynd/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir