Prinsarnir klipptir út úr Star Wars

Atriðið með prinsunum er sagt hafa endað á gólfinu í …
Atriðið með prinsunum er sagt hafa endað á gólfinu í klippiherberginu. mbl.is/AFP

Star Wars: The Last Jedi var frumsýnd vestanhafs á dögunum og beið áhugafólk um kóngafólk sérstaklega eftir myndinni enda voru sögur á sveimi um að Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry léku í myndinni. Nú hefur leikarinn John Boyega lýst því yfir að prinsarnir hefðu verið klipptir út úr myndinni. 

Vilhjálmur og Harry áttu að hafa leikið stormsveitarmenn og vegna búningsins átti að vera nær ómögulegt að taka eftir þeim. Boyega sem leikur í myndinni staðfesti í nóvember að þeir hefðu leikið í myndinni. 

Breski leikarinn John Boyega var ekki klipptur út úr myndinni.
Breski leikarinn John Boyega var ekki klipptur út úr myndinni. mbl.is/AFP

Boyega sagði frá því í breskum morgunþætti samkvæmt Daily Mail að atriðið sem prinsarnir léku í hafi orðið eftir í klippiherberginu. Prinsarnir mættu á frumsýninguna í London á dögunum og segir Boyega að hann hafi beðið þá afsökunar. Hann segir að Vilhjálmur hafi svarað þannig að hann þyrfti líklega að bæta leiklistarhæfileika sína. 

John Boyega spjallaði við prinsana á frumsýningunni í London.
John Boyega spjallaði við prinsana á frumsýningunni í London. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson