Ekki víst að Cosby fari í fangelsi

Bill Cosby fyrir utan dómshúsið.
Bill Cosby fyrir utan dómshúsið. AFP

Mögulegt er að bandaríski leikarinn Bill Cosby, sem var í vikunni sakfelldur fyrir þrjár kynferðisárásir og dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar, muni ekki þurfa að afplána dóm sinn. Skýringin er m.a. sú að verjendur hans ætla að áfrýja niðurstöðunni meðal annars á þeim grunni að fimm konur, sem allar saka Cosby um að hafa brotið gegn sér, báru vitni. Ekki hefur þó verið ákært fyrir þau meintu brot og telja verjendurnir að með þessu hafi verið reynt að hafa áhrif á kviðdóminn.

Í frétt CNN er haft eftir sérfræðingum að slík áfrýjun geti tekið marga mánuði og jafnvel ár. Talið er að verjendurnir muni óska eftir því að Cosby afpláni í stofufangelsi þar til niðurstaða fæst í áfrýjunina.

 Cos­by var hins vegar sak­felld­ur fyr­ir að hafa byrlað Andr­eu Constand lyf fyr­ir 14 árum og brotið kyn­ferðis­lega gegn henni.

Leikarinn er orðinn áttræður. Saksóknarar fóru fram á það við dómarann sem kvað upp dóminn í vikunni að hann yrði þá þegar settur á bak við lás og slá. Á það féllst dómarinn ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav