„Þjóðin verður ekki fyrir vonbrigðum“

Hatari segir þjóðina ekki munu verða fyrir vonbrigðum með frammistöðu …
Hatari segir þjóðina ekki munu verða fyrir vonbrigðum með frammistöðu þeirra í Ísrael. Eggert Jóhannesson

„Við erum orðnir þeim mun kjarkaðri í okkar starfi eftir að þjóðin veitti okkur það umboð sem hún gerði. Í okkur blundar óttablandin virðing fyrir því verkefni sem fram undan er, að reyna að setja merk málefni á dagskrá með sanngjörnum hætti og aðgengilegum,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, einn forsprakka Hatara, sem bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi.

Hljómsveitin stóð uppi sem sigurvegari eftir einvígi við Friðrik Ómar Hjörleifsson sem söng lagið Hvað ef ég get ekki elskað?

„Ekkert bætir ímyndina eins og góð kaka“

Athygli vakti að í kynningarmyndbandi Hatara fyrir úrslitakvöldið birtist landsmönnum ögn mýkri hlið á liðsmönnum sveitarinnar, en í myndbandinu fengu þeir m.a. grunnskólabörn til liðs við sig. Þá sýndu þeir listir sínar í kökuskreytingum með skírskotun til kosningamynbands Sjálfstæðisflokksins þar sem formaður flokksins skreytti köku fyrir dóttur sína.

Hatari sýndi á sér nýja hlið í aðdraganda úrslitakvöldsins og …
Hatari sýndi á sér nýja hlið í aðdraganda úrslitakvöldsins og skreytti köku sem sveitin gæddi sér svo á í græna herberginu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert

„Okkur finnst auðvitað best að brosa saman og syngja. Við elskum börn og ekkert bætir ímyndina eins og góð kaka,“ segir Matthías Tryggvi, spurður út í myndbandið.

„Evrópa lítur í spegil og sér Hatara“

Hatari hefur þegar vakið mikla athygli bæði hér á landi og utan landsteinanna, en lag Hatara, Hatrið mun sigra, er ofarlega á listum veðbanka sem spá fyrir um sigurvegara í Eurovision. Þá hafa erlendir fjölmiðlar sýnt sveitinni athygli.

„Það sem tekur nú við er kynning á starfsemi og afstöðu Hatara í samtali við ísraelska fréttamenn. Sveitin hefur þegar vakið mikla athygli þar í landi sem er samkvæmt áætlun. Síðan tekur við undirbúningur brottfarar,“ segir Matthías Tryggvi sem segir að ekki sé þó enn tímabært að opinbera hvað Hatari nákvæmlega gerir á sviðinu í Tel Aviv í maí.

„Við teljum að það sé ekki tímabært að afhjúpa það enn þá. Það hefur tekist að vekja mikla umræðu hér á landi úr ýmsum áttum, sem við fögnum, og markmiðið verður áfram að halda á lofti fjölbreyttri og gagnrýnni umræðu,“ segir hann. „Hvað sem við gerum verður í anda Hatara. Þjóðin verður ekki fyrir vonbrigðum,“ bætir hann við.

Ekki stendur á svörum þegar Matthías er spurður hvort Evrópa muni taka Hatara jafn vel og Íslendingar.

„Evrópa lítur í spegil og sér Hatara. Hún þekkir spegilmynd sína enda dómsdagur í nánd,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson