Ingó veðurguð spilaði á Tenerife

Ingólfur Þórarinsson tróð upp á Tenerife í gærkvöldi.
Ingólfur Þórarinsson tróð upp á Tenerife í gærkvöldi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, spilaði á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í Adeje á Tenerife í gærkvöldi. Hringbraut greindi fyrst frá því í vikunni að staðurinn hefði auglýst tónleika með Ingó veðurguð en síðar hafi auglýsingin verið tekin út. 

Bambú bar & bistró sendi svo beint út frá tónleikunum á facebooksíðu sinni og virðast gestir hafa skemmt sér vel. Ingólfur spilaði í um tvær klukkustundir af útsendingunni að dæma.

Halla Birgisdóttir er eigandi Bambú bar & bistro.

Ingólfur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í sumar og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Þá átti hann að leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð en aðgerðasinnahópurinn Öfgar birti í kjölfarið fjölda nafnlausra ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Í kjölfarið hætti þjóðhátíðarnefnd ÍBV við að fá hann til að stýra brekkusöngnum. 

Ingólfur hefur neitað ásökununum staðfastlega og þáverandi lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi út kröfubréf á hendur að minnsta kosti sex einstaklingum vegna ummæla um hann á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Vilhjálmur hefur sagt sig frá máli Ingólfs í samráði við hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir