Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara

Davíð Þór Katrínarson á sviðinu á Iceland Airwaves á fimmtudaginn.
Davíð Þór Katrínarson á sviðinu á Iceland Airwaves á fimmtudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Þór Katrín­ar­son er nýr liðsmaður í Hat­ara. Eft­ir langt og strangt inn­töku­ferli var hann val­inn sem arftaki Matth­ías­ar Tryggva Har­alds­son­ar sem sem hef­ur snúið sér að öðrum verk­efn­um. Davíð kom fram í fyrsta sinn í nýju hlut­verki á Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðinni á fimmtu­dag­inn.

„Þetta var langt ferli. Ég vissi að það væri stöðugildi inn­an Svika­myllu ehf. sem þyrfti að fylla og sótti um stöðuna. Ég afsalaði Svikamyllu rétti á eigin röddu og líkindum og eft­ir marg­ar um­ferðir af viðtöl­um og hverskyns viðhorfs­könn­un­um tók stjórn­in þá ákvörðun að ég væri hæf­ast­ur í starfið, eftir að hafa sigrað píp-testið. Það eru mjög spenn­andi tím­ar framund­an. Ég tek auðmjúk­ur við kefl­inu,“ seg­ir Davíð.

Davíð er menntaður leik­ari og hef­ur starfaði í tónlist síðastliðin 15 ár. Nú á hins veg­ar Hat­ara-verk­efnið hug hans all­an. „Ég kem inn sem flytj­andi en líka með list­ræna inn­spýt­ingu. Það er mikið af nýju efni á leiðinni,“ seg­ir Davíð.

Hvernig leið þér á tón­leik­un­um í gær?

„Þetta var bara frá­bært, það var mjög gam­an að spreyta sig á þessu. Þetta gekk allt sam­kvæmt áætl­un.“

Hvað gerðir þú eft­ir tón­leik­ana?

„Ég fór heim eft­ir tón­leika, fór að sofa og vaknaði mjög hress í morg­un. Ég er samn­ings­bund­inn að lifa eins heil­brigðu líferni og kost­ur er.“

Varstu aðdá­andi áður en þú byrjaðir að koma fram með Hat­ara?

„Já, ég hef verið aðdá­andi Hat­ara og Svika­myllu ehf. og finnst þau hafa unnið mjög gott starf síðan 2016. Bæði póli­tískt starf og fé­lags­starfið er einnig gott, þau gefa mikið til baka til sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Davíð.

Davíð er með míkrófóninn en fyrir framan hann dansar Sólbjört …
Davíð er með míkrófóninn en fyrir framan hann dansar Sólbjört Sigurðardóttir sem einnig er í Hatara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Klemens Hannigan í Hatara á Iceland Airwaves.
Klemens Hannigan í Hatara á Iceland Airwaves. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson