Gamla Airwaves gjaldþrota

Frá Iceland Airwaves í Vodafone-höllinni árið 2015.
Frá Iceland Airwaves í Vodafone-höllinni árið 2015. mbl.is/Styrmir

Fyrrverandi rekstrarfélag utan um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, IA tónlistarhátíð ehf., hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Það var gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar.

Hátíðin var síðast rekin af IA tónlistarhátíð ehf. árið 2017, en í kjölfar taps af rekstrinum í tvö ár keypti Sena Live hátíðina í febrúar 2018. Á sama tíma lét Grímur Atlason, sem hafði stýrt hátíðinni um árabil, af störfum sem framkvæmdastjóri hennar.

Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur sé áformaður 4. apríl.

Eigandi IA tónlistarhátíðar var Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (Útón), sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og fær tekjur í gegnum fjárlög.

Síðasti ársreikningur sem IA tónlistarhátíð skilaði var fyrir rekstrarárið 2016 og var tap félagsins þá 57 milljónir og var eigið fé neikvætt um 46,2 milljónir. Árið áður hafði félagið hagnast um 10,5 milljónir. Í fréttum eftir að greint var frá kaupum Senu Live á hátíðinni kom fram að tap hafði einnig verið árið 2017 á rekstri IA tónlistarhátíðar ehf.

Síðasta árið sem Iceland Airwaves var rekin undir IA tónlistarhátíð …
Síðasta árið sem Iceland Airwaves var rekin undir IA tónlistarhátíð ehf. spiluðu meðal annars Mumford & Sons í Vodafone höllinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK