Varð Íslandsvinur á covid-tímanum

Rithöfundurinn Dan Brown er mikill Íslandsvinur.
Rithöfundurinn Dan Brown er mikill Íslandsvinur. Ljósmynd/Einar Falur

Bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown er staddur hér á landi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum í vikunni hafði hann farið í þyrluflugferð yfir jökla landsins og rætt við íslenska rithöfunda og aðra gesti hátíðarinnar. Óhætt er að segja að Brown hafi verið hæstánægður með heimsóknina sem er reyndar síður en svo sú fyrsta hjá honum.

„Ég kom tvisvar fram á hátíðinni og þetta var afskaplega skemmtilegt. Ragnar og Yrsa eru orðin mjög góðir vinir mínir og ég hef hitt fleira fólk, til dæmis Áslaugu ráðherra,“ segir Brown.

Vísar hann þar til Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur, hinna vinsælu spennusagnahöfunda okkar sem hafa haft veg og vanda af skipulagningu Iceland Noir frá upphafi. Ragnar og Yrsa spurðu Brown einmitt spjörunum úr á sérstökum viðburði í Fríkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Meðal viðfangsefna voru bækur Dans Brown og bíómyndir sem hafa verið gerðar eftir þeim, ný bók hans sem væntanleg er á næsta ári og það hvernig hann skrifar bækur sínar. „Ég reyni bara að svara heiðarlega,“ segir hann spurður um samræður rithöfundanna þriggja.

Rætt var við Dan Brown í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson