Ísrael í 5. sæti í veðbönkum en Ísland ekki langt undan

Ísraelum hefur oft gengið vel í Eurovision. Hér er söngkonan …
Ísraelum hefur oft gengið vel í Eurovision. Hér er söngkonan Netta en hún vann árið 2018. AFP

Spennan magnast fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þátttaka Ísraela hefur verið umdeild í ár en það virðist ekki koma niður á sigurlíkum þeirra. Ísraelar eru í fimmta sæti í veðbönkum um þessar mundir. 

Eurovisi­onworld safn­ar sam­an vinn­ings­lík­um hjá hinum ýmsu veðbönk­um og þar má finna Ísraela í fimmta sæti. Ísland sem var í áttunda sæti í gærkvöldi er á hraðri siglingu upp töfluna og er komið í það sjöunda. Framlag Ísraels hefur ekki verið valið frekar en framlag Íslands. Úkraína þykir sigurstranglegasta landið. 

Hér má sjá efstu tíu sætin í hinum ýmsu veðbönkum …
Hér má sjá efstu tíu sætin í hinum ýmsu veðbönkum morguninn 25. janúar 2024. Skjáskot/EurovisionWorld

Í síðustu viku var staðfest að Ísrael yrði á meðal þeirra landa sem tekur þátt í keppninni í ár þrátt fyrir stríðsástand á Gasa. Fordæmi eru fyrir því að vísa löndum úr keppni. Rússum var vísað úr keppni eftir innrás Rússa í Úkraínu. 

RÚV lét undan þrýstingi

Fjöldi tón­listar­fólks mót­mælti þátt­töku Íslands í Eurovisi­on í ár í ljósi þess að Ísra­el fékk að vera með. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri svaraði kallinu fyrr í vikunni þegar hann sagði að tengsl milli Söngv­akeppn­inn­ar og Eurovi­son hefðu verið rof­in. Þarf sigurvegari Söngvakeppninnar ekki endilega að fara út til Malmö í maí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir