Hætti við þátttöku í Söngvakeppninni

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn Manuel kynntu Söngvakeppnina …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn Manuel kynntu Söngvakeppnina 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn höfundur hætti við þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins. Það kemur þó ekki niður á keppninni í ár. Fjöldi tónlistarfólks mótmælti þátttöku Íslands í Eurovision í ár í ljósi þess að Ísrael verður með í keppninni. 

„Ég get staðfest að einn höfundur sem var valinn til þátttöku afþakkaði það boð í lok árs. En það verða 10 lög í keppninni samt, eins og áður.“ Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, þegar mbl.is spurði út í hvort einhverjir listamenn hefðu hætt við þátttöku. 

Á laugardaginn kemur í ljós hvaða þátttakendur taka þátt í Söngvakeppninni. Í gær greindi Stefán Eiríksson útvarpsstjóri frá því að tengsl milli Söngvakeppninnar og Eurovison hefðu verið rofin. Það er að segja, það væri ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hvort Ísland tekur þátt í Eurovison sem fram fer í Svíþjóð í maí. 

„Ákvörðunin sem að síðan verður tek­in er að sjálf­sögðu ákvörðun Rúv og við mun­um gera það, eins og alltaf, í sam­ráði við viðkom­andi flytj­anda og laga­höf­und,“ seg­ir Stefán í viðtali við mbl.is í dag, miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg