Bergur Þór er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mbl.is/Árni Sæberg

Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Bergur Þór tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu sex árin.

Menningarfélag Akureyrar greindi frá ráðningu Bergs Þórs á heimasíðu sinni fyrr í dag.

„Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem fram undan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ segir Bergur Þór.

Bergur Þór útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Hann hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000 og hefur leikið þar fjölmörg hlutverk. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri en á meðal stórsýninga sem hann hefur leikstýrt eru Mary Poppins, Deleríum búbónis, Billy Elliot og Matthildur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir