„Lewis bjargaði lífi mínu“

Andy Lassner minntist Richard Lewis í einlægri kveðju á Instagram.
Andy Lassner minntist Richard Lewis í einlægri kveðju á Instagram. Samsett mynd

Greint var frá andláti bandaríska leikarans og uppistandarans Richard Lewis í vikunni. Hann lést 76 ára að aldri af völdum hjartaáfalls. Margir hafa minnst Lewis á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er fyrrverandi framleiðandi „Ellen DeGeneres Show“, Andy Lassner, en áhorfendur spjallþáttarins muna trúlega eftir honum. 

Í kveðjuorðum sínum til Lewis segir Lassner leikarann hafa „bjargað lífi sínu“. Lassner barðist við eiturlyfjafíkn á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. 

Lassner minntist þess þegar Lewis hljóp á eftir honum í Los Angeles og krafðist þess að hann tæki símanúmerið sitt. „Hringdu í mig á morgun, láttu mig vita að þú sért í lagi,“ skrifaði hann um fyrstu kynni sín af Lewis. Lassner gaf eftir og lét leikarann fá símanúmerið. „Lewis hringdi á hverjum degi, öllum stundum,“ útskýrði Lassner.

Þegar botninum var náð reyndist Lewis stór og ómetanlegur hluti af bataferli Lassner. „Ég var innilokaður á hótelherbergi á Sunset Boulevard. Lewis hringdi. Það næsta sem ég man er að það var bankað á dyrnar. Hver annar en Lewis var mættur.“

Lassner greindi einnig frá því að Lewis hafi boðið honum inn á heimili sitt og var sá sem sá til þess að koma honum í meðferð. „Það var þarna sem ég náði mér á strik.“

View this post on Instagram

A post shared by Andy Lassner (@andylassner)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka