Framleiðandi þvingaði Stone til að stunda kynlíf með mótleikara

Sharon Stone opnaði sig um atvikið í viðtali á mánudag.
Sharon Stone opnaði sig um atvikið í viðtali á mánudag. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Sharon Stone nafngreindi manninn sem átti að hafa þvingað hana til að stunda kynlíf með þáverandi mótleikara sínum, William Baldwin. Tilgangur þess var að ná fram betri frammistöðu hjá leikurunum, sérstaklega Baldwin. Umrætt atvik á að hafa átt sér stað við tökur á kvikmyndinni Sliver frá árinu 1993. 

Stone, 66 ára, greindi frá þessu í viðtali í hlaðvarpsþætti Louis Theroux á mánudag. 

Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Basic Instinct, sagði sökudólginn hafa verið Robert Evans, en sá var þekktur leikari og síðar kvikmyndaframleiðandi. 

Sængaði sjálfur hjá frægri leikkonu

„Hann kallaði mig inn á skrifstofuna sína,“ sagði Stone. „Evans var allur á iði og endaði á að segja mér frá því þegar hann sængaði hjá leikkonunni Övu Gardner til að bæta tengsl þeirra á skjánum,“ útskýrði Stone. Evans og Gardner léku saman í kvikmyndinni The Sun Also Rises frá árinu 1957.

„Hann hvatti mig óspart til þess að gera nákvæmlega það sama. Ég átti að sænga hjá Baldwin til að hámarka frammistöðu okkar fyrir framan upptökuvélina.“

Stone opnaði sig um atvikið og aðdraganda þess í bók sinni, The Beauty of Living Twice, árið 2021. Í bókinni nafngreindi hún hvorki Evans né Baldwin. Evans lést árið 2019, 89 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir