Ástin slokknaði hjá Harry Styles og Taylor Russell

Taylor Russell og Harry Styles/mbl.is

Söngvarinn og Grammy verðlaunahafinn, Harry Styles, og kanadíska leikkonan Taylor Russell eru hætt saman eftir eins árs samband. Heimildarmenn segja að þau hafi átt í sambandserfiðleikum eftir að hafa ferðast saman til Japan í apríl á þessu ári. Síðan þau komu heim úr ferðinni hafa þau verið hvort í sínu lagi.

Sögusagnir um sambandsslit þeirra fóru á flug þegar Russell mætti án Styles á Met Gala-hátíðina sem fram fór í byrjun maí. Met Gala er einn af stærstu tískuviðburðum ársins sem haldinn var í New York-borg. Russell var stórglæsileg klædd sérsniðnu lífstykki og síðu silki pilsi.

Taylor Russell mætti í frumlegum kjól á Met Gala.
Taylor Russell mætti í frumlegum kjól á Met Gala. Angela Weiss/AFP

Heimildarmenn People segja að Styles hafi kolfallið fyrir Russell í júní á síðasta ári og samband þeirra hafi verið í blóma þar sem þau sáust mikið saman bæði í London og í Bandaríkjunum.

Parið hélt sambandinu hins vegar ávallt frá sviðsljósinu.

Áður en Styles og Russell hnutu um hvort annað átti hann í tveggja ára sambandi við Hollywood gyðjuna Oliwiu Wailde en samband þeirra slitnaði í nóvember 2022. 

Page Six

PEOPLE

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir