Raunir miðasölustúlku í Borgarleikhúsinu

Það var alltaf gaman að taka á móti pöntunum.
Það var alltaf gaman að taka á móti pöntunum. Samsett mynd

Nú er leikárinu að ljúka, hvert svo sem leikhúsið er. Starfsfólkið fer þá í kærkomið frí eftir annasamt leikár og þar eru engir undanskildir, já, ekki einu sinni þau sem vinna í miðasölunni.

Sú, sem þetta skrifar, vann í ellefu ár í miðasölu Borgarleikhússins og hripaði þá hjá sér nokkur skondin tilvik sem sneru að samskiptum við kúnnana.

Hér á eftir fara nokkur dæmi um þetta:


„Áttu miða á Mamma Mia? Ég vil að sætin séu inni í salnum.“

*

„Áttu einhverja miða á Ellý Ármanns?“

„Nei, en ég get mögulega athugað fyrir þig með lausa miða á sýninguna um Elly Vilhjálms.“

*

„Ég ætla að panta miða á Hard Rock Café.“

„Ertu að meina Rocky Horror Picture Show?“

*

„Ég á gjafabréf í Borgarleikhúsið og einnig gjafabréf upp á veitingar. Ég má velja á milli þess að fá brauðsnittur eða Tópas.“

„Við bjóðum upp á Tapas, er það ekki málið?“

*

„Ég ætla að fá miða á Kerlingu með Ljótu hálfvitunum.“

„Ertu að meina Kvenfólk með Hundi í óskilum?“

Lumar þú á gullkorni?

Ef þú lumar á skemmtilegum gullkornum frá fjölskyldumeðlimum, góðvinum, vinnu- og eða drykkjufélögum þá hvet ég þig óspart til að senda tölvupóst á gullkorn@mbl.is.

Það er aldrei að vita nema gullkornið þitt birtist á síðum mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir